Ný stjórn Félags áhugamanna um heimspeki

Ný stjórn Félags áhugamanna um heimspeki var kosin á aðalfundi félagsins í nóvember. Nýr formaður er Erla Karlsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Ritari er Nanna Hlín Halldórsdóttir og Jakob Guðmundur Rúnarsson mun gegna stöðu gjaldkera áfram. Emma Björg Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Þórisdóttir eru meðstjórnendur í nýrri stjórn.