Hugsað með Platoni, ráðstefna 15. desember 2012

Laugardaginn 15. desember verður haldin ráðstefna um heimspeki Platons á vegum Heim­spekistofnunar og Siðfræðistofnunar. Þar munu ellefu íslenskir heimspekingar fjalla um ólíkar hliðar platonskar heimspeki og áhrif hennar. Ráðstefnan fer fram í Odda 101 og hefst kl. 9:00.

Dagskrá:

 • 9:15-9:45 Róbert Jack, Að snúa sálinni: Ríkið um menntun og heimspeki.
 • 9:45-10:15 Guðmundur Heiðar Frímannsson, Hugmynd Platons um menntun í Ríkinu og Menoni.
 • 10:30-11:00 Björn Þorsteinsson, Fyrir hvern er Ríkið? Um erindi Platons við lesandann.
 • 11:00-11:30 Eiríkur Smári Sigurðarson, Um dyggðir kvenna.
 • 11:45- 12:15 Vilhjálmur Árnason, Platon og rökræðulýðræði.
  1.  
 • 13:30-14:00 Svavar Hrafn Svavarsson, Hamingja Platons.
 • 14:00-14:30 Gunnar Harðarson, Ræða Laganna í Krítoni: Hver sannfærir hvern?
 • 14:45-15:15 Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Einstefna í báðar áttir: eiginleikar Evþýfrons.
 • 15:15-15:45 Páll Skúlason, Er heimspekin platonsk í eðli sínu? Gagnrýni Aristótelesar á frummyndir Platons.
 • 16:00-16:30 Henry Alexander Henrysson, Frá toppi til táar: Áhrif Platons á heimspeki Leibniz.
 • 16:30-17:00 Róbert H. Haraldsson, Fyrirmynd allra siðspekinga: Um áhrif Sókratesar Platons á Mill.