Leiðbeiningar fyrir höfunda

HUGUR – TÍMARIT UM HEIMSPEKI
Leiðbeiningar fyrir höfunda

Greinar:

Allar frumsamdar greinar sem birtast í Hug fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Forgangur er þó veittur þeim greinum sem tengjast þema heftisins og getur ritstjóri tekið ákvörðun um að hafna öðrum greinum vegna plássleysis. Há­markslengd greina er átta þúsund orð í meginmáli þótt undantekning sé gerð þar á ef ritstjóra þykir sérstök ástæða til.

Þýðingar:

Venjan er að í hverju hefti Hugar birtist þýðingar á áður birtu efni. Ákvarðanir um birtingu á þýddu efni eru teknar af ritstjóra en allar tillögur eru velkomnar.

Ritdómar:

Birtir eru ritdómar um heimspekirit sem nýlega hafa komið út á íslensku sem og rit sem komið hafa út erlendis eftir íslenska heimspekinga. Best er að hafa samráð við ritstjóra áður en lagst er í ritun á ritdómi svo tryggt sé að ritdómur um sama efni sé ekki þegar í vinnslu.

Leiðbeiningar um frágang:

Innsendar greinar skulu vera með 12 punkta letri og nota skal neðanmálsgreinar fremur en aftan­málsgreinar. Aftan við grein skal setja ítarlega skrá yfir allar tilvísanir með fyrirsögninni „Heimild­ir“.

Í heimildaskránni eiga að koma fram allar bókfræðilegar upplýsingar og skulu þær upplýsingar því ekki taldar upp í neðanmálsgreinum. Ekki skal vísa í rit í sviga inn í texta. Í neðanmálsgreininni eiga aðeins að koma fram lykilorð (sjá að neðan). Ef sami maður er höfundur fleiri en eins ritverks frá sama ári í heimildaskrá skal aðgreina greinarnar með bókstöfum við ártal (d. 2005a, 2005b).

      a. Bækur:

Gunnar Harðarson. 2009. Blindramminn bakvið söguna og fleiri skilagreinar. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Cottingham, John. 2005. The Spiritual Dimension. Religion, Philosophy and Human Value. Cambridge: Cambridge University Press.
Nadler, Steven (ritstj.). 1993. Causation in Early Modern Philosophy: Cartesianism, Occasionalism, and Preestablished Harmony. Pennsylvania: Pennsylvania University Press.
Hume, David. 1988. Rannsókn á skilningsgáfunni. Þýð. Atli Harðarson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

(Ef höfundur greinar telur að upplýsingar um upphaflegt útgáfuár skipti máli fyrir samhengi greinarinnar má gefa upp tvö ártöl í heimildaskrá.)

Hume, David. 1748/1988. Rannsókn á skilningsgáfunni. Þýð. Atli Harðarson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

(Ef margar tilvísanir eru í lykilútgáfu á verkum höfundar, hvort sem það er í þýðingu eða á frummáli, má greinarhöfundur auðkenna útgáfuna með bókstaf (feitletrað í heimildaskrá) sem vísar til útgáfu eða þýðanda.)

Descartes, Rene. 1963–73. Descartes: Oeuvres Philosopiques I–III. Ritstj. F. Alquie. Paris: Garnier. ALQ.
Leibniz, Gottfried. 1956. Philosophical Papers and Letters. Þýð. Leroy E. Loemker. Chicago: Chicago University Press. L.
Kant, Immanuel. 1900-. Gesammelte Schriften I-XXIX. Ritstj. Vísindaakademían. Berlin: de Gruyter. KAA.

b. Greinar í tímaritum:

Geach, Peter. 1956. Good and Evil. Analysis 17, 35–42.
Sigrún Svavarsdóttir. 2009. Hvernig hvetja siðferðisdómar? Hugur 21, 63–81.

c. Greinar í ritsöfnum:

Dini, Tristana. 2008. From the Self-preservation of the Individual to Regulation of the Species: Biopolitics and Teleology. Purposiveness: Teleology Between Nature and Mind (bls. 113–134). Ritstj. Luca Illetterati og Francesca Michelini. Hausenstamm: Ontos Verlag.
Jörgen L. Pind. 2006. Í Svartaskóla. Þekking – engin blekking. Til heiðurs Arnóri Hannibals­syni (bls. 297–304). Ritstj. Erlendur Jónsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Tilvísanir:

Tilvísunum á að koma fyrir í neðanmálsgreinum. Aðeins skal tilgreina höfund (fullt nafn ef um íslenskan höfund er að ræða) og útgáfuár ásamt blaðsíðutali þegar það á við.

Dæmi:
____________

1 Gunnar Harðarson 2009: 71. Gunnar nefnir „pennalata Norðmenn“ ekki aftur í verkinu.
2 Full tilvitnun í Dante, sjá Cottingham 2005: 37. Einnig er athyglisvert hvernig hugmynd Dantes um hvar friður okkar liggur styðst við hið forna heilræði að „þjónustan við hið góða er hið fullkomna frelsi“ (57).
3 Geach 1956: 39.
4 Jörgen L. Pind 2006.
5 Hume 1748/1988: 124–125.
6 „Til þess að halda friðinn við þá heimspekinga sem hölluðu sér að skólaspekinni“ ALQ I. 726.

One thought on “Leiðbeiningar fyrir höfunda

  1. Bakvísun: Heimspekivefurinn » Blog Archive » Hugur – tímarit um heimspeki. 23. árgangur 2011

Lokað er á athugasemdir.