Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu.

Yfirskrift: Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?

Staður: Verzlunarskóli Íslands, Græni salurinn.

Tímasetning: Laugardaginn 13. október 2012, kl. 10 – 15.

Hér getur að líta heiti þeirra erinda sem flutt verða á málþinginu.

Brynhildur Sigurðardóttir:
 Hver er þín heimspeki?

Drífa Thorstensen:
 Hver er heimspekin í heimspeki með börnum?

Elsa Haraldsdóttir:
 Heimspeki; gagnrýnin hugsun og siðfræði.

Henry Alexander Henrysson:
 Örlítið af góðu hugferði.

Hjalti Hrafn Hafþórsson:
 Lýðræði í leikskólum.

Hreinn Pálsson:
 Hver er heimspekin í námsefni Lipmans?

Jóhann Björnsson:
 Hversu margir geta búið í einu landi? Hlutverk heimspekinnar í lýðræðis-mannréttinda- og fordómafræðslu.

Kristín Sætran:
 Frjáls öguð heimspekileg nálgun. Um mikilvægi heimspekilegs rýmis innan skólanna.

Sigríður Geirsdóttir:
 Getum við treyst innsæinu? Um ábyrgð kennara í heimspekilegri samræðu með börnum.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir, sem hyggjast ætla mæta, eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspekikennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Málþingið er haldið á vegum Félags heimspekikennara í samvinnu við verkefni um eflingu gagn­rýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Sömu aðilar stóðu að ráðstefnu um kennslu í gagn­rýninni hugsun og siðfræði í október 2011 og huga næst að undirbúningi málþings um inn­leiðingu grunnþáttanna jafnrétti, lýðræði og mannréttindi í þverfaglegu skólastarfi sem haldið verður í mars 2013.