Greinasafn fyrir flokkinn: Á döfinni

Ráðstefna um gagnrýna hugsun og siðfræði

Rannsóknarstofa um háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag
heimspekikennara kynnir opið málþing í Odda, Háskóla Íslands 1. október 2011: Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði

10:00-12:00 (Oddi st. 101)

Opnun vefjar um gagnrýna hugsun og siðfræði

10:15-10:45 Salvör Nordal: „Gagnrýnin hugsun og siðfræði í ljósi skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis“
10:45-11:15 Páll Skúlason: „Ráðum við hverju við trúum?“
11:15-11:45 Hreinn Pálsson: „Heimspekiskólinn? var hann draumur eða
veruleiki?“

MÁLSTOFUR 12:45-15:00

Hvar á gagnrýnin hugsun heima? (Oddi st. 205)

Elsa Haraldsdóttir: „Gagnrýnin hugsun ? hvað er nú það?“
Hrund Gunnsteinsdóttir: „Farðu vel með þig“
Henry Alexander Henrysson: „Einhver raust mig afletur.? Um innsæi,
samvisku og allt hitt“
Þórdís Sævarsdóttir: „Fagurfræði, tónlist og gagnrýnin hugsun“
Sigríður Þorgeirsdóttir: „Fordómar heimspekinga“

Grunn- og leikskólar (Oddi st. 206)

Brynhildur Sigurðardóttir: „Hvaða aðferð beitum við á innihaldið?“
Jón Thoroddsen: „Vitræn hönnun og þróunarkenningin“
Kristín Dýrfjörð: „Leikskólastarf í boðhætti“
Annelise Larsen-Kaasgaard: „Viðhorf verðandi kjósenda til lýðræðislegs
skólastarfs“
Jóhann Björnsson: „Eru allir öðruvísi?“

Framhaldsskóli I (Oddi st. 104)

Eyja Margrét Brynjarsdóttir: „Gagnrýnin hugsun á dósum?“
María Jónasdóttir: „Sjálfsagi og skilningur“
Gunnar Hersveinn: „Spriklandi hugtök, efi og undrun“
Svanur Sigurbjörnsson: „Gagnrýnin heilbrigðisfræði: haldbærar lækningar í
viðsjárverðum heimi“
Ármann Halldórsson: „Sjálfsrýni framhaldsskólakennara: samræðuhópur og
starfendarannsóknir í Versló“

Framhaldsskóli II (Oddi st. 105)

Björn Þorsteinsson: „Framtíð lýðræðisins og lýðræði framtíðarinnar:
Gagnrýnin hugsun í skólastofunni“
Kristín Sætran: „Gildi gagnrýninnar hugsunar í framhaldsskólanum“
Ragnheiður Eiríksdóttir: „Vangaveltur um reynslu af heimspekikennslu í
FSu“
Arnar Elísson: „Kennsla gagnrýninnar hugsunar með kvikmyndum“
Sigmar Þormar: „Kierkegaard kenndur unglingum“

Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum: Auglýst eftir stuttum erindum

Rannsóknarstofa um Háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag heimspekikennara munu standa að ráðstefnu um gagnrýna hugsun og siðfræði laugardaginn 1. október næst­komandi í Háskóla Íslands. Efni ráðstefnunnar er efling kennslu gagnrýninnar hugsunar og sið­fræði í skólum. Dagskráin hefst klukkan 10:00 og stendur til 15:00. Fyrir hádegi verða inngangs­fyrirlestrar um efni ráðstefnunnar og eftir hádegi taka við málstofur með stuttum erindum og um­ræðum. Málstofurnar verða fjórar: „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og sið­fræði í leikskólum“, „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í grunn­skólum“, „Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í framhaldsskólum“ og að lokum „Eðli gagnrýninnar hugsunar og hlutverk hennar í fræðastarfi“. Í hverri málstofu verða haldin fjögur stutt erindi sem snúa að efni málstofunnar og í lokin taka við pallborðsumræður.

Aðstandendur ráðstefnunnar auglýsa því eftir stuttum erindum fyrir málstofurnar fjórar. Erindin eru hugsuð sem 15 mín. frásagnir af rannsóknum, reynslu eða hugmyndum um gagnrýna hugsun og siðfræði í skólum og
 fræðastarfi. Senda þarf stutta samantekt af erindinu til Henrys Alexanders Henryssonar á net­fangið hah@hi.is fyrir 1. september 2011. Öllum innsendum hugmyndum verður svarað fyrir 15. september. Í kjölfar ráðstefnunnar stendur til að öll erindi hennar verði gefin út á rafrænu formi.

Tveir viðburðir

GAGNRÝNIN HUGSUN Í SKÓLASTARFI

Gamall arfur, nýjar áherslur, brýnt viðfangsefni

Föstudaginn 6. maí efna Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Menntavísindasvið Háskóla Íslands til ráðstefnu um gagnrýna hugsun í skólastarfi. Markmið ráðstefnunnar er að efla skilning á eðli gagnrýninnar hugsunar og ræða möguleika á að iðka hana og efla í skólastarfi á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður haldin í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg, föstudaginn 6. maí kl. 12–17.

Ráðstefnan er svar við kalli tímans um aukna áherslu á gagnrýna hugsun, siðfræði og lýðræði í öllu skólastarfi. Eftir hrunið haustið 2008 hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að unnið sé markvisst og skipulega með gagnrýna hugsun í skólum landsins. Heimspekingar hafa lengi lagt áherslu á gagnrýna hugsun og búa að ríkulegri hefð sem rekja má til Sókratesar sem uppi var fyrir um 2500 árum. Þessi hefð hefur verið í sífelldri endurnýjun, nýlega hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallað um gagnrýna hugsun í aðal­námskrám grunn- og framhaldsskóla og segir þar m.a. að „gagnrýnin hugsun[sé] mikilvægasti lykillinn að þeirri bóklegu skynsemishefð sem skólar eru sprottnir úr. En gagnrýnin hugsun er líka einn af verðmætustu hæfileikum sem menn geta tileinkað sér í samfélagi nútímans, hún er hæfi­leiki sem nýtist á ólíkustu sviðum þjóðlífsins og sömuleiðis í umhugsun og ákvörðunum um eigið líf.“ (Hugur, 22. ár, 2010)

Á ráðstefnunni verður fjallað um eðli gagnrýninnar hugsunar, bæði þá færni og þekkingu sem hún byggir á og það hugarfar sem hún krefst, en einnig um ólíkar aðferðir og möguleika á að vinna með gagnrýna hugsun á vettvangi menntunar og tengsl gagnrýninnar hugsunar við siðferði og lýðræði.

D a g s k r á

12:10 – 12:30 Katrín Jakobsdóttir, Menntamálaráðherra, setur ráðstefnuna
12:30 – 13:00 Guðmundur Heiðar Frímannsson, Ríki gagnrýninnar hugsunar og skólar
13:00 – 13:30 Brynhildur Sigurðardóttir, Kennarar gagnrýna og heimspekingar kenna – eða var það öfugt?
13:30 – 14:00 Umræður um erindi Guðmundar Heiðars og Brynhildar
14:00 – 14:30 K a f f i h l é
14:30 – 15:00 Jón Ólafsson, Gagnrýnin hugsun og félagsleg vandamál
15:00 – 15:30 Elsa Haraldsdóttir, Þurfum við heimspeki við kennslu í gagnrýninni hugsun?
15:30 – 16:00 Ólafur Páll Jónsson, Hugsandi manneskjur
16:00 – 16:30 Umræður um erindi Jóns, Elsu og Ólafs Páls

300 ÁRA AFMÆLI DAVID HUME

Laugardaginn 7. maí verða 300 ár liðin frá fæðingu skoska heimspekingsins David Hume. Af því tilefni efnir Félag áhugamanna um heimspeki til sérstaks kaffisamsætis með heimspekilegu ívafi.

Gunnar Harðarson, Henry Alexander Henrysson og Njáll Björgvinsson munu þar reifa ólíka þætti í verkum Hume, s.s. þekkingarfræði, fagurfræði og stjórnspeki hans en hinni síðastnefndu hefur e.t.v. verið lítt sinnt í seinni tíð. Njáll mun aukinheldur greina þá
athöfn að drekka kaffi í ljósi kenningar Humes um smekkshugtakið.

Afmælið verður haldið þann 7. maí, sem fyrr segir, á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7b. Það hefst kl. 10 og stendur væntanlega í eina og hálfa klukkustund.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna 28. til 30. apríl

„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna Norræna fyrirbærafræðifélagsins (Nordic Society for Phenomenology – NoSP) í Háskóla Íslands 28.-30. apríl 2011

Norræna fyrirbærafræðifélagið er eitt stærsta félag heimspekinga á Norðurlöndum. Félagið var stofnað árið 2001 og hefur haldið ráðstefnur árlega frá árinu 2003. Ráðstefna félagsins í Reykjavík 28.-30. apríl 2011 verður sú níunda í röðinni.

Þess má geta að fjórða ráðstefna félagsins fór einnig fram í Reykjavík, þ.e. í apríl 2006, og bar yfirskriftina „Fyrirbærafræði og náttúra“.

Á ráðstefnunni verða haldin fimm aðalerindi, tvær hringborðsumræður og 52 styttri erindi í mál­stofum. Eins og nærri má geta mun æði margt bera á góma, en á meðal þess sem fjallað verður um má nefna Evrópu, kynjamun, landslag, kúgun, ást, minningar,
líkamlegar takmarkanir, hugmyndafræði, geðklofa, tækni, þjóðarmorð, mannréttindi, borgaralega óhlýðni, ímyndunarafl, skömm, afbrýðisemi, Marx, Merleau-Ponty, Patočka, Parmenídes, Beauvoir, Bergson, Derrida, Fanon, Levinas, Husserl, Heidegger og Arendt.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldið málþing um Hönnuh Arendt 27. apríl, sjá nánar hér:
http://vefir.hi.is/edda/?p=1848.

Um fyrirbærafræði má fræðast á Vísindavefnum:
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7104

Ráðstefnan er haldin á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og EDDU öndvegisseturs með aðild Félags áhugamanna um heimspeki og Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Letterstedtska föreningen styrkti ráðstefnuna.

Dagskrá ráðstefnunar er hér (ath. gæti breyst):
http://www.helsinki.fi/jarj/nosp/NoSP%202011%20Preliminary%20Programme.pdf

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt – miðv. 27. og fim. 28. apríl

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt verður haldin 27. og 28. apríl við Háskóla Íslands á vegum EDDU – öndvegisseturs og Geothe Institut. Ráðstefnan er tvískipt, en 27. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í stjórnmálum og 28. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í menningunni. Kunnir Arendt-sérfræðingar frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum munu halda erindi. Ráðstefnan er haldin í tengslum við árlega ráðstefnu norrænna fyrirbærafræðinga. Frekari upplýsingar er að finna hér að neðan og á heimasíðu EDDU – öndvegisseturs.

Boðið er til ráðstefnunnar í tilefni að útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt (Af ást til heimsins. Hannah Arendt um kreppu stjórnmála, heimspeki, alræði og illsku), sem Sigríður Þorgeirsdóttir ritstýrir og ritar inngang að. Greinarnar
eftir Arendt sem hér birtast gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni Arendt og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi.

Hannah Arendt (1906-1975) er í hópi merkustu stjórnmálaheimspekinga 20. aldar. Hún fæddist í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna árið 1941. Eftir hamfarir seinni heimstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma.

Meginviðfangsefni Hönnuh Arendt er að greina ástæðurnar fyrir hruni ríkjandi hugmyndakerfa og kreppu í stjórnmálum. Hún spyr m.a. hvers vegna heimspekin veitir ekki meira viðnám gegn alræðisstjórnarfari en raun ber vitni og leitar svara í sögu hennar. Í leit sinni kemst hún m.a. að því að allt frá fornöld hafi margir helstu heimspekingar
Vesturlanda einblínt á ást á visku og fræðilega þekkingu og verið fráhverfir veraldlegri pólitík. Að dómi Arendt er ekki aðeins þörf á visku heldur ekki síður á ást til heimsins, sem komi fram í margbreytilegri pólitískri þátttöku. Helsti vandinn sem steðjar að stjórnmálum nútímans að dómi Arendt eru pólitík sem er einkum í þágu fjármálalífs og sinnuleysi borgara um stjórnmál. Vettvangur stjórnmála hefur að ýmsu leyti orðið „ónýtur“ og leita þarf
leiða til að endurnýja hann. Arendt bindur helst vonir við að fjölbreytileiki mannanna sé sá kraftur sem þurfi til að hleypa lífi í stjórnmálin og fjallaði um þekkingarforskot jaðarreynslu.

Greinarnar eftir Arendt sem birtast í bókinni gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni hennar og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi. Í inngangi ritar Sigríðar Þorgeirsdóttir um ævi og verk Arendt og tengir stjórnmálaheimspeki
hennar við umræðuna um kreppu í stjórnmálum samtímans og mögulegar leiðir út úr henni.

Bók Arendt og ráðstefnan eru einnig með Facebook-síðu:
http://www.facebook.com/#!/home.php?sk=group_100602750025497

————————————————–

Hannah Arendt and the Crisis of Politics

Wednesday, April 27, 2011, University of Iceland, Oddi 101, 13.00-17.30.

Program:

13.00-13.15 Opening: Sigríður Þorgeirsdóttir, Professor of Philosophy, University of Iceland.

13.15-14.15 Dana R. Villa, Professor of Political Theory, University of Notre Dame: “The ‘Autonomy of the Political’ Reconsidered.”

14.15-15.15 Susanne Lettow, Research Fellow, Institute for Human Sciences, Vienna: “On Economy. Re-reading Arendt in Times of Crisis.”

15.15-15.30 Coffee break.

15.30-16.30 Dieter Thomä, Professor of Philosophy, University of St. Gallen: “The Pursuit of Happiness, Republicanism, and the Moral Sense: Thinking with Arendt against Arendt.”

16.30-17.30 Panel Discussion with Oddney Eir Ævarsdóttir, Writer and Philosopher, Robin May Schott, Senior Researcher, Danish Institute of International Studies, and Páll Skúlason, Professor of Philosophy, University of Iceland.

17.30 Light refreshments.

—————————————————

Hannah Arendt and the Crisis of Culture

Thursday April 28, 2011, University of Iceland, Háskólatorg 101,
13.15-16:30.

13.15-13.45 Sigríður Þorgeirsdóttir: “Arendt and Nietzsche on Performative Politics in Times of Crisis.”

13.45-14.15 Julia Honkasalo: “Empty Promises and mere Jargon? Arendt’s Critique of Human Rights discourse.”

14.15-14.45 Robin May Schott: “Natality and the Harms of Genocide.”

14.45-15.00 Coffee break.

15.00-15.30 Martina Reuter: „Arendt and the Justification of Civil Disobedience.“

15.30-16.00 Helgard Marhdt: „Judging is One, if not the Most, Important Activity in which this Sharing-of the-World-with-Others Comes to Pass.“

16.00-16.30 Ulrika Björk: „Crisis, Politics and the Common World: Arendt and Husserl.“

Sjá nánar hér.

Heimspeki á Hugvísindaþingi

Í tengslum við síðara hluta Hugvísindaþings, næstkomandi helgi, verða nokkrir atburðir af heim­spekilegu meiði.

Staður: Askja, st. 132
Tími: Fimmtudaginn 24. mars, kl. 17:30 – 19:10

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildarmyndina Lifandi kínversk heimspeki eftir Roger T. Ames og Malcolm Cone (2007).

Þessi upplýsandi kvikmynd leggur áherslu mikilvægi þess að skilja menningarlegar hefðir, þá aðallega konfúsíanisma og daóisma, til að meta viðbrögð Kína við auknum þrýstingi til nútíma­væðingar. Þessar fornu heimspekikenningar eru enn ljóslifandi í hugsunarhætti og lifnaðar­háttum Kínverja.

Prófessor Roger Ames skoðar þessar hefðir og greiðir veginn í átt að skilningi á konfúsíanisma og daóisma og sýnir hvernig það nýtist í félagslegu umhverfi nútímans. Hann rýnir í menninguna til þess að fá skil á viðbrögðum Kína við nokkrum af helstu vandamálum nútímans: Áhrif efna­hagslegrar þróunar, niðurrif umhverfisins, lýðræðisvæðingu heimsins og mannréttindamál. Í leit að skilningi innan frá leitar Ames til strætanna, hofanna, heimilanna og vinnustaðanna og tekur viðtöl við helstu iðkendur daóisma og fróðustu menn um konfúsíanisma.

Sýningin er öllum opin og ókeypis.
Lengd: 100 mín. Tungumál: Enska

Sjá nánar:
http://www.hi.is/vidburdir/konfusiusarstofnun_synir_heimildarmyndina_lifandi_kinversk_heimspeki

Föstudagur 25. mars kl. 13.00-16.30 í stofu 225 í Aðalbyggingu
Háskólans.

Heimspeki fornaldar

Í málstofunni verður fjallað um ólíka þætti úr sögu fornaldarheimspeki, allt frá gagnrýni á lýðræði og kenningum um svefn til sambands dygðar við farsæld og velþóknun Nietzsches á epikúr­ingum. Fyrirlesarar eru

  • Vilhjámur Árnason, prófessor í heimspeki: Lýðræði að hætti Platons
  • Róbert Jack, doktorsnemi í heimspeki: Mælistika Platons á mannlegan þroska
  • Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki: Orð og gjörðir: Rök laganna í Krítóni og hlutverk þeirra
  • Eiríkur Smári Sigurðarson, heimspekingur og rannsóknastjóri Hugvísindasviðs: Svefn er flogakast
  • Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki: Hvers konar manneskja er efahyggjumaðurinn?
  • Geir Þórarinn Þórarinsson, doktorsnemi við Princeton-háskóla og stundakennari við HÍ: Hamingja, dygð og mannlegt eðli
  • Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki: Að rækta garðinn sinn: Nietzsche um Stóumenn og epikúringa

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/heimspeki_fornaldar

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-12.00 í stofu 50 í Aðalbyggingu
Háskólans

Náttúra

Þema 23. árgangs Hugar – tímarits um heimspeki er hið margræða náttúruhugtak. Jónas Hall­grímsson taldi það hafa þrjár merkingar sem vísuðu til „eðlis skapaðra hluta“, „heimsaflanna sem ráða mynd og eðli hlutanna“ og „hinnar sýnilegu veraldar, það er að skilja allt hið líkamlega með öflum sínum og eðli“. Í málstofunni flytja núverandi ritstjóri og tveir fyrrverandi ritstjórar Hugar erindi sem varpa ljósi á þá frumspekilegu heimsmynd sem náttúruhugtakið er órjúfanlegur hluti af. Fyrirlesarar eru

  • Henry Alexander Henrysson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla
    Íslands: „Natura docet: Náttúruhugleiðingar á nýöld“
  • Björn Þorsteinsson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Náttúran, raunin og veran“
  • Eyja M. Brynjarsdóttir, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Að skoða náttúru til að skoða náttúru“

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/nattura

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-16.30 í stofu 101 í Háskólatorgi

What China Thinks: Philosophical Passages to China.
Málstofa Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljóss og kínverskra fræða

Í málstofunni verður fjallað um konfúsíanisma í tengslum við stjórnspeki og ýmsa strauma og stefnur heimspekinnar. Fyrirlesarar eru

  • Roger T. Ames, University of Hawaii: Confucian China in a Changing World Order
  • Henry Rosemont, Jr., Brown University: The ‘New Confucianism’ in China Today
  • Wang Keping, Beijing International Studies University, Chinese Academy of Social Sciences: A Harmonious Society in the Harmony-conscious Culture
  • Carine Defoort, K.U. Leuven: How China Names?
  • Tong Shijun, Shanghai Academy of Social Sciences: Two Paths of Reason: Overcoming the Dilemma between Reason-dogmatism and Reason-skepticism
  • Ralph Weber, URPP Asia and Europe, University of Zürich: The Politics of ‘Chinese Philosophy’

Fyrirlestrar verða lengri en í öðrum málstofum. Þeir verða fluttir á ensku.

Sjá nánar hér:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/what_china_thinks_philosophical_passages_china­_malstofa_konfusiusarstofnunarinnar_nordurljoss_og_k_0

Hugvísindaþing er árleg ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kennarar á sviðinu, doktors­nemar og fleira hugvísindafólk kynnir rannsóknir sínar. Í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans er þingið óvenjuglæsilegt í ár, 11.-12. mars var fyrirlestrahlaðborð með um 60 fyrirlestrum og 25.-26. mars verður boðið upp á yfir 170 fyrirlestra í yfir 30 málstofum. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nemendur á Hugvísindasviði eru hvattir til að fjölmenna.

Dagskráin og lýsingar á málstofum eru á heimasíðu Hugvísindastofnunar: http://stofnanir.hi.is/­hugvisindastofnun/malstofur

Milli forms og formleysis (Staðhæfingarhyggja Adornos)

Fimmtudaginn 20. janúar heldur þýski heimspekingurinn Marcus Steinweg fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar HÍ og Félags áhugamanna um heimspeki.

Staðsetning: Háskólatorgi HÍ, stofu 101 (hringstofa), kl. 16:00

Marcus Steinweg (f. 1971) kennir heimspeki við Listaháskólann í Braunschweig. Eftir hann liggja um tíu bækur um heimspeki, hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim og unnið náið með myndlistarmönnum á borð við Thomas Hirschhorn
(sjá nánar: http://artnews.org/marcussteinweg).
Hann kemur hingað til lands í boði Nýlistasafns Íslands.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Hér að neðan getur að lesa útdrátt úr honum á íslensku og ensku.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

MILLI FORMS OG FORMLEYSIS (STAÐHÆFINGARHYGGJA ADORNOS)

Í riti Adornos, Fagurfræðikenning (Ästhetische Theorie), er nánast hver einasta setning til marks um þær ógöngur sem listin lendir óhjákvæmilega í. Ætlun hans er að koma orðum að ‘grundvallartengslum listarinnar við það sem hún er ekki, við það sem kviknar ekki eitt af sjálfu sér í sjálfinu’.

Enn á ný kemur í ljós hversu tvírætt listaverkið er og hvernig það stendur á milli þrárinnar eftir sáttum og samræmi annars vegar og ósættanlegrar mótstöðu þess hins vegar: listin er það sem sveiflast á milli sjálfsemdar og mismunar, milli forms og formleysis. Það er staðan á milli þessara þátta sem ákvarðar stöðu listamannsins þegar hann heldur því fram að formið sé form hins formlausa, ekki síður en að formið sé formlaust. Til þess að falla ekki í gryfju listdýrkunar þarf listin að gangast við því að hún nái inn fyrir ólistrænt svið staðreyndanna. En til þess að verða heldur ekki að tæki í höndum félagslegrar eða stjórnmálalegrar baráttu eða siðferðislegrar umvöndunar, verður listin að halda sjálfstæði sínu til streitu. Í stað þess að velja á milli ofbeldis og ofbeldisleysis, á listin því að kjósa sig sjálfa sem milli-lið þátta sem verða ekki samræmdir með einhverri fræðilegri lausn. Sérhvert form sem staðhæft er reynir að laga sig að því sem er því (þjóðfélagslega) framandi vegna þess að hið síðarnefnda hefur fyrir löngu farið fram úr því. Um leið má listin ekki felast í því einu að sýna hinu framandi eða ósammælanlega lotningu, þar eð með því fórnar hún formbindingarhæfni sinni á altari trúarlegrar formleysiskenndar. Listin er það sem bæði heldur uppi og tjáir andstæðu forms og formleysis.

BETWEEN FORM AND FORMLESSNESS
(ADORNO´S AFFIRMATIONISM)

Abstract: Lecture at the University of Iceland

In Adorno’s Aesthetic Theory, virtually every sentence is an articulation by linguistic means of the aporetic essence of art. The challenge is to lend expression to ‘the constitutive relation of art to what it itself is not, to what is not the pure spontaneity of the subject.’

The ambiguity of the work of art becomes apparent once again, its ambivalence between the desire for reconciliation and its implacable irreconcilability: art as what oscillates between identity and difference, between form and formlessness. It is this in between that defines the status of the artist?s assertion of form as the form of the formless as much as the formlessness of form. To steer clear of the pitfall of aestheticism, art must acknowledge its self extension into the non artistic sphere of fact. On the other hand, in order to avoid becoming an instrument in the image of sociopolitical commitment or by moralizing, it insists on aesthetic autonomy. Instead of choosing between violence and nonviolence, art votes for itself as the operator of this inbetween that can hardly be conciliated in a speculative synthesis. Any assertion of form mediates itself to its (social) other because this other has long leapt ahead of it.

And yet art must not amount to no more than worship of the other or the incommensurable, for that way lies the sacrifice of its capacity of form to the religious sentiment of formlessness. Art is what bears, and articulates, the antagonism of form and formlessness.

Kynning á nýútkomnum heimspekiritum á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7 fimmtudaginn 16. desember, kl. 20-22

Róbert H. Haraldsson kynnir bók sína Ádrepur – um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og gagnrýna hugsun

Sigurjón Björnsson les upp úr þýðingu sinni á verki Sigmund Freud Draumaráðningar

Kristín Sætran kynnir bók sína Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum

Róbert Jack les upp úr þýðingu sinni á riti Friedrich Nietzsche Af siðjafræði siðferðisins

Gunnar Hersveinn kynnir bók sína Þjóðgildin

Sigríður Þorgeirsdóttir kynnir enn fremur tvær bækur sem hún er meðhöfundur að: Birth, Death, and Femininity: Philosophies of Embodiment og The Body Unbound: Philosophical Perspectives on Religion, Embodiment, and Politics

Félag áhugamanna um heimspeki og Kaffi Haítí standa að dagskránni.

Dagur heimspekinnar haldinn í Réttarholtsskóla

  Dagur heimspekinnar  

Þriðja fimmtudaginn í nóvember hefur UNESCO tekið frá sem alþjóðlegan dag heimspekinnar. Ýmsar heimspekilegar uppákomur eiga sér stað vítt og breitt um heiminn, en haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 2002.

Markmið UNESCO með þessum degi er að draga fram og minna á sammannlegan grundvöll heimspekinnar sem felst í því að hver og einn getur undrast um umhverfi sitt og um tilveru sjálfs síns. Hlutverk heimspekinnar sem fræðigreinar er einmitt að hjálpa fólki til að takast á við þessa undrun. Hún hvetur það fólk sem kynnir sér hana að fallast ekki gagnrýnislaust á tilbúin svör sem ætlað er að milda og deyfa undrunina. Heimspekin leiðir, þvert á móti, hvern og einn í átt að eigin rökréttum niðurstöðum um eigin tilveru og heiminn í kring. UNESCO biður því fólk frá öllum heimshornum til að deila heimspeki sinni, hugmyndum, hugtökum og greiningaraðferðum með öðrum íbúum jarðarinnar með það fyrir augum að vekja umræður um þau gildi sem heimurinn þarfnast svo sárlega: réttindi og réttlæti. Á degi heimspekinnar á hver og einn að spyrja sig að því hvað í veruleikanum sé óásættanlegt og hvernig megi breyta því til hins betra.

Á Íslandi mun í ár verða haldið upp á daginn í Réttarholtsskóla með sýningu á verkum nemenda fimmtudaginn 18. nóvember og föstudaginn 19. nóvember, en alls stunda um 140 nemendur nám í heimspeki í vetur. Þema sýningarinnar er „Frelsi til að undrast“ og hafa nemendur samið og tekið saman fjöldann allan af heimspekilegum spurningum út frá undrun sinni sem hafðar verða til sýnis á göngum skólans. Allir sem áhuga hafa á að skoða og velta vöngum yfir heim­spekilegum hugverkum nemenda eru hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar um dag heimspekinnar:

http://www.unesco.org/new/en/social-and-human-sciences/themes/human-rights/philosophy/philosophy-day-at-unesco/philosophy-day-2010/

    Dagur heimspekinnar

Hugur – tímarit um heimspeki. 23. árgangur 2011

Hugur – tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 23. árgang, 2011. Þema Hugar 2011 verður náttúra.

Í vestrænni heimspeki hefur náttúruhugtakið komið fram í margvíslegum myndum sem má í grófum dráttum flokka í þrennt: Það sem er eðli einhvers, það sem á við ómanngert umhverfi og það sem er andstætt andlegum eða yfirnáttúrulegum eiginleikum. Þema Hugar mun snúast um allar þessar merkingar hugtaksins eins og það kemur fyrir hjá einstökum heimspekingum, í sið­fræði, umhverfissiðfræði, vísindaheimspeki, heimspekilegri guðfræði, frumspeki, þekkingarfræði og fagurfræði.

Tekið er við frumsömdum greinum sem draga fram einhver (eða öll þessara andlita náttúru­hugtaksins. Jafnframt verða birtar heimspekilegar greinar sem ekki falla undir þema heftisins og er tekið við slíkum greinum sem og ritdómum og íslenskum þýðingum á heimspekilegu efni. Allar frumsamdar greinar sem birtast í Hug fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er átta þúsund orð að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um frágang sem má finna á Heimspekivefnum:
http://heimspeki.hi.is/?page_id=1966 (mappa undir fyrirsögninni FÁH/Hugur).

Skilafrestur efnis fyrir Hug 2011 er 15. mars 2011. Efni skal senda til ritstjóra, Henrys Alexanders Henryssonar, hah@hi.is. Þangað má jafnframt senda fyrirspurnir.