Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt – miðv. 27. og fim. 28. apríl

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt verður haldin 27. og 28. apríl við Háskóla Íslands á vegum EDDU – öndvegisseturs og Geothe Institut. Ráðstefnan er tvískipt, en 27. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í stjórnmálum og 28. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í menningunni. Kunnir Arendt-sérfræðingar frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum munu halda erindi. Ráðstefnan er haldin í tengslum við árlega ráðstefnu norrænna fyrirbærafræðinga. Frekari upplýsingar er að finna hér að neðan og á heimasíðu EDDU – öndvegisseturs.

Boðið er til ráðstefnunnar í tilefni að útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt (Af ást til heimsins. Hannah Arendt um kreppu stjórnmála, heimspeki, alræði og illsku), sem Sigríður Þorgeirsdóttir ritstýrir og ritar inngang að. Greinarnar
eftir Arendt sem hér birtast gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni Arendt og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi.

Hannah Arendt (1906-1975) er í hópi merkustu stjórnmálaheimspekinga 20. aldar. Hún fæddist í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna árið 1941. Eftir hamfarir seinni heimstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma.

Meginviðfangsefni Hönnuh Arendt er að greina ástæðurnar fyrir hruni ríkjandi hugmyndakerfa og kreppu í stjórnmálum. Hún spyr m.a. hvers vegna heimspekin veitir ekki meira viðnám gegn alræðisstjórnarfari en raun ber vitni og leitar svara í sögu hennar. Í leit sinni kemst hún m.a. að því að allt frá fornöld hafi margir helstu heimspekingar
Vesturlanda einblínt á ást á visku og fræðilega þekkingu og verið fráhverfir veraldlegri pólitík. Að dómi Arendt er ekki aðeins þörf á visku heldur ekki síður á ást til heimsins, sem komi fram í margbreytilegri pólitískri þátttöku. Helsti vandinn sem steðjar að stjórnmálum nútímans að dómi Arendt eru pólitík sem er einkum í þágu fjármálalífs og sinnuleysi borgara um stjórnmál. Vettvangur stjórnmála hefur að ýmsu leyti orðið „ónýtur“ og leita þarf
leiða til að endurnýja hann. Arendt bindur helst vonir við að fjölbreytileiki mannanna sé sá kraftur sem þurfi til að hleypa lífi í stjórnmálin og fjallaði um þekkingarforskot jaðarreynslu.

Greinarnar eftir Arendt sem birtast í bókinni gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni hennar og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi. Í inngangi ritar Sigríðar Þorgeirsdóttir um ævi og verk Arendt og tengir stjórnmálaheimspeki
hennar við umræðuna um kreppu í stjórnmálum samtímans og mögulegar leiðir út úr henni.

Bók Arendt og ráðstefnan eru einnig með Facebook-síðu:
http://www.facebook.com/#!/home.php?sk=group_100602750025497

————————————————–

Hannah Arendt and the Crisis of Politics

Wednesday, April 27, 2011, University of Iceland, Oddi 101, 13.00-17.30.

Program:

13.00-13.15 Opening: Sigríður Þorgeirsdóttir, Professor of Philosophy, University of Iceland.

13.15-14.15 Dana R. Villa, Professor of Political Theory, University of Notre Dame: “The ‘Autonomy of the Political’ Reconsidered.”

14.15-15.15 Susanne Lettow, Research Fellow, Institute for Human Sciences, Vienna: “On Economy. Re-reading Arendt in Times of Crisis.”

15.15-15.30 Coffee break.

15.30-16.30 Dieter Thomä, Professor of Philosophy, University of St. Gallen: “The Pursuit of Happiness, Republicanism, and the Moral Sense: Thinking with Arendt against Arendt.”

16.30-17.30 Panel Discussion with Oddney Eir Ævarsdóttir, Writer and Philosopher, Robin May Schott, Senior Researcher, Danish Institute of International Studies, and Páll Skúlason, Professor of Philosophy, University of Iceland.

17.30 Light refreshments.

—————————————————

Hannah Arendt and the Crisis of Culture

Thursday April 28, 2011, University of Iceland, Háskólatorg 101,
13.15-16:30.

13.15-13.45 Sigríður Þorgeirsdóttir: “Arendt and Nietzsche on Performative Politics in Times of Crisis.”

13.45-14.15 Julia Honkasalo: “Empty Promises and mere Jargon? Arendt’s Critique of Human Rights discourse.”

14.15-14.45 Robin May Schott: “Natality and the Harms of Genocide.”

14.45-15.00 Coffee break.

15.00-15.30 Martina Reuter: „Arendt and the Justification of Civil Disobedience.“

15.30-16.00 Helgard Marhdt: „Judging is One, if not the Most, Important Activity in which this Sharing-of the-World-with-Others Comes to Pass.“

16.00-16.30 Ulrika Björk: „Crisis, Politics and the Common World: Arendt and Husserl.“

Sjá nánar hér.