Dagur heimspekinnar haldinn í Réttarholtsskóla

  Dagur heimspekinnar  

Þriðja fimmtudaginn í nóvember hefur UNESCO tekið frá sem alþjóðlegan dag heimspekinnar. Ýmsar heimspekilegar uppákomur eiga sér stað vítt og breitt um heiminn, en haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 2002.

Markmið UNESCO með þessum degi er að draga fram og minna á sammannlegan grundvöll heimspekinnar sem felst í því að hver og einn getur undrast um umhverfi sitt og um tilveru sjálfs síns. Hlutverk heimspekinnar sem fræðigreinar er einmitt að hjálpa fólki til að takast á við þessa undrun. Hún hvetur það fólk sem kynnir sér hana að fallast ekki gagnrýnislaust á tilbúin svör sem ætlað er að milda og deyfa undrunina. Heimspekin leiðir, þvert á móti, hvern og einn í átt að eigin rökréttum niðurstöðum um eigin tilveru og heiminn í kring. UNESCO biður því fólk frá öllum heimshornum til að deila heimspeki sinni, hugmyndum, hugtökum og greiningaraðferðum með öðrum íbúum jarðarinnar með það fyrir augum að vekja umræður um þau gildi sem heimurinn þarfnast svo sárlega: réttindi og réttlæti. Á degi heimspekinnar á hver og einn að spyrja sig að því hvað í veruleikanum sé óásættanlegt og hvernig megi breyta því til hins betra.

Á Íslandi mun í ár verða haldið upp á daginn í Réttarholtsskóla með sýningu á verkum nemenda fimmtudaginn 18. nóvember og föstudaginn 19. nóvember, en alls stunda um 140 nemendur nám í heimspeki í vetur. Þema sýningarinnar er „Frelsi til að undrast“ og hafa nemendur samið og tekið saman fjöldann allan af heimspekilegum spurningum út frá undrun sinni sem hafðar verða til sýnis á göngum skólans. Allir sem áhuga hafa á að skoða og velta vöngum yfir heim­spekilegum hugverkum nemenda eru hjartanlega velkomnir.

Sjá nánar um dag heimspekinnar:

http://www.unesco.org/new/en/social-and-human-sciences/themes/human-rights/philosophy/philosophy-day-at-unesco/philosophy-day-2010/

    Dagur heimspekinnar