Greinasafn eftir: Kristian Guttesen

Fyrsta doktorsvörn í heimspeki á Íslandi – föstudaginn 10. feb.

Doktorsvörn í heimspeki: „Relations to Others, Relations to Nature: Discovering Allocentrism with Emmanuel Levinas.“

Föstudaginn 10. febrúar mun Gabriel Malenfant verja doktorsritgerð sína í heimspeki: „Relations to Others, Relations to Nature: Discovering Allocentrism with Emmanuel Levinas.“ Ritgerðin er á sviði gildakenninga, umhverfissiðfræði og Levinas-fræða.

Andmælendur við vörnina verða þau Søren Overgaard frá Háskólanum í Kaupmannahöfn and Tove Pettersen frá Háskólanum í Osló.

Leiðbeinandi Gabriels er Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd voru ásamt henni Hans Ruin frá Södertörn háskóla og Olli Loukola frá Helsinki háskóla.

Vilhjálmur Árnason, varadeildarforseti Sagnfræði- og heimspekideildar, mun stýra athöfninni sem fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar og hefst kl. 13:00.

Um rannsóknina

Megin spurning doktorsritgerðarinnar snýst um hvernig megi hugsa um siðferðilegt gildi ósnortins náttúrulegs umhverfis (einkum landslags). Í fyrstu köflunum er rakið hvernig umræða í hefðbundinni og samtímaumhverfissiðfræði er mótuð af klofningi milli mannhverfrar og ómannhverfrar umhverfissiðfræði. Því er haldið fram að báðar nálganir séu ófullnægjandi. Vegna þessa klofnings sitjum uppi með að velja á milli þess að líta annað hvort svo á að náttúran hafi gildi í sjálfu sér án tillits til þess hvort maðurinn komi þar nálægt (ómannhverfa viðhorfið) eða að náttúran hafi siðferðilegt gildi upp að því marki sem hún hafi beint notagildi fyrir menn (mannhverfa viðhorfið). Í doktorsritgerðinni er því haldið fram að þetta séu rangir valkostir og þriðji valkostur kynntur sem er ,,hinhverft“ viðhorf (e. allocentrism), en þetta viðhorf er reist á nákvæmri rannsókn á megin stefum í heimspeki Emmanuel Levinas.

Í grófum dráttum kveður hinhverfa viðhorfið (hinir/aðrir sem viðmið) á um að ómanngert/ósnortið umhverfi geti haft siðferðilegt gildi og vægi vegna þeirra tengsla sem aðrir gætu haft við það. Þessi afstaða heldur því sem er gagnlegt við mannhverfa viðhorfið, nefnilega að siðferðileg gildi eigi sér upptök í tengslum milli manna, og hafnar þannig ómannhverfu kröfunni um að náttúran hafi gildi í sjálfri sér. Hinhverfa viðhorfið staðfestir einnig innsæi sem býr hugsanlega að baki ómannhverfu afstöðunni: Hugmyndin um að mannhverfir umhverfissiðfræðingar beini einungis sjónum að tækisgildi ósnortinnar náttúru smættar ómanngerða náttúru í safn auðlinda til að fullnægja þörfum manna. Mannhverfa viðhorfinu yfirsést þannig margs konar önnur gildi sem unnt er að eigna náttúrunni. Tilgáta ritgerðarinnar er sú að hinverfa viðhorfið geti hent reiður á slík gildi vegna þess að siðferðileg gildi eru ekki hugsuð út frá sjálfsveru sem þurfi að fullnægja einstaklingsbundnum þörfum, heldur út frá sjálfsveru sem er snortin af siðferðilegu ákalli sem aðrir gera til hennar.

Um doktorsefnið

Gabriel Malenfant fæddist í Montréal, Québec. Hann lauk M.A.-prófi frá Université de Montréal árið 2007. Gabriel fékk styrk til doktorsnáms úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands.


Hefst: 10/02/2012 – 13:00
Staðsetning: Aðalbygging
Nánari staðsetning: Hátíðasalur Háskóla Íslands

http://www.hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_heimspeki_%E2%80%9Erelations_to_others_relations­_to_nature_discovering_allocentrism_with_emmanuel_levinas%E2%80%9C

Málþing um David Hume 26. nóvember 2011

Félag áhugamanna um heimspeki efnir til málþings um skoska heimspekinginn David Hume laugar­daginn 26. nóvember, kl. 13 í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð.

Erindi munu flytja:

Henry Alexander Henryson:
„Að sætta heimspeki og almenna skynsemi: Hume um augnapot, óendanleika og efnislegan veru­leika“

Sveinn Eldon:
„Úr engu er ekkert komið“
Lýsing: Sveinn mun velta fyrir sér umfjöllun Hume um staðhæfinguna að allt eigi sér orsök í A Treatise of Human Nature (Book I, Part III, Section II).

Emma Björg Eyjólfsdóttir:
„Hið góða og hið illa í annarri rannsókn Humes“
Lýsing: Í annarri rannsókn sinni virðist Hume leggja að jöfnu hið góða og hið ánægjulega og hið slæma og hið sársaukafulla. Í þessu erindi mun Emma kanna hvers eðlis sambandið á milli þess­ara hugtaka er, hvort Hume skilur þau sem samheiti eða hvort hann telur í raun og veru hið ánægjulega vera gott og hið sársaukafulla vera slæmt.

Mikael Marlies Karlsson:
„Rök, skynsemi og sannfæring í kenningum Davids Hume“

Að þeim loknum fara fram almennar umræður.

Að málþinginu loknu verður haldinn árlegur aðalfundur Félags áhugamanna um heimspeki (væntan­lega kl. 15). Þar fer m.a. fram kosning í stjórn og önnur embætti FÁH og eru allir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til þeirra beðnir um að láta vita. Ekki er þó neinn lokafrestur til þess að skila inn framboði.

Dagskrá aðalfundar er skv. lögum FÁH svohljóðandi:

7.gr. Aðalfundur skal haldinn ár hvert, og skal dagskrá vera þessi:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Önnur mál.
  4. Kosning stjórnarmanna sbr. 5.gr.
  5. Kosning tveggja endurskoðenda.
  6. Umræður um næsta starfsár.

Formaður stjórnar fundinum, eða kjörinn fundarstjóri í fjarveru hans.

Aðalfund skal boða eins og félagsfund sbr. 6.gr. Er hann lögmætur, ef löglega er til hans boðað.

Sjá nánar um lög félagsins á heimasíðu FÁH.

Ráðstefna um gagnrýna hugsun og siðfræði

Rannsóknarstofa um háskóla, Heimspekistofnun, Siðfræðistofnun og Félag
heimspekikennara kynnir opið málþing í Odda, Háskóla Íslands 1. október 2011: Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði

10:00-12:00 (Oddi st. 101)

Opnun vefjar um gagnrýna hugsun og siðfræði

10:15-10:45 Salvör Nordal: „Gagnrýnin hugsun og siðfræði í ljósi skýrslu
Rannsóknarnefndar Alþingis“
10:45-11:15 Páll Skúlason: „Ráðum við hverju við trúum?“
11:15-11:45 Hreinn Pálsson: „Heimspekiskólinn? var hann draumur eða
veruleiki?“

MÁLSTOFUR 12:45-15:00

Hvar á gagnrýnin hugsun heima? (Oddi st. 205)

Elsa Haraldsdóttir: „Gagnrýnin hugsun ? hvað er nú það?“
Hrund Gunnsteinsdóttir: „Farðu vel með þig“
Henry Alexander Henrysson: „Einhver raust mig afletur.? Um innsæi,
samvisku og allt hitt“
Þórdís Sævarsdóttir: „Fagurfræði, tónlist og gagnrýnin hugsun“
Sigríður Þorgeirsdóttir: „Fordómar heimspekinga“

Grunn- og leikskólar (Oddi st. 206)

Brynhildur Sigurðardóttir: „Hvaða aðferð beitum við á innihaldið?“
Jón Thoroddsen: „Vitræn hönnun og þróunarkenningin“
Kristín Dýrfjörð: „Leikskólastarf í boðhætti“
Annelise Larsen-Kaasgaard: „Viðhorf verðandi kjósenda til lýðræðislegs
skólastarfs“
Jóhann Björnsson: „Eru allir öðruvísi?“

Framhaldsskóli I (Oddi st. 104)

Eyja Margrét Brynjarsdóttir: „Gagnrýnin hugsun á dósum?“
María Jónasdóttir: „Sjálfsagi og skilningur“
Gunnar Hersveinn: „Spriklandi hugtök, efi og undrun“
Svanur Sigurbjörnsson: „Gagnrýnin heilbrigðisfræði: haldbærar lækningar í
viðsjárverðum heimi“
Ármann Halldórsson: „Sjálfsrýni framhaldsskólakennara: samræðuhópur og
starfendarannsóknir í Versló“

Framhaldsskóli II (Oddi st. 105)

Björn Þorsteinsson: „Framtíð lýðræðisins og lýðræði framtíðarinnar:
Gagnrýnin hugsun í skólastofunni“
Kristín Sætran: „Gildi gagnrýninnar hugsunar í framhaldsskólanum“
Ragnheiður Eiríksdóttir: „Vangaveltur um reynslu af heimspekikennslu í
FSu“
Arnar Elísson: „Kennsla gagnrýninnar hugsunar með kvikmyndum“
Sigmar Þormar: „Kierkegaard kenndur unglingum“

Tveir viðburðir

GAGNRÝNIN HUGSUN Í SKÓLASTARFI

Gamall arfur, nýjar áherslur, brýnt viðfangsefni

Föstudaginn 6. maí efna Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og Menntavísindasvið Háskóla Íslands til ráðstefnu um gagnrýna hugsun í skólastarfi. Markmið ráðstefnunnar er að efla skilning á eðli gagnrýninnar hugsunar og ræða möguleika á að iðka hana og efla í skólastarfi á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður haldin í Skriðu, húsi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg, föstudaginn 6. maí kl. 12–17.

Ráðstefnan er svar við kalli tímans um aukna áherslu á gagnrýna hugsun, siðfræði og lýðræði í öllu skólastarfi. Eftir hrunið haustið 2008 hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að unnið sé markvisst og skipulega með gagnrýna hugsun í skólum landsins. Heimspekingar hafa lengi lagt áherslu á gagnrýna hugsun og búa að ríkulegri hefð sem rekja má til Sókratesar sem uppi var fyrir um 2500 árum. Þessi hefð hefur verið í sífelldri endurnýjun, nýlega hefur Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallað um gagnrýna hugsun í aðal­námskrám grunn- og framhaldsskóla og segir þar m.a. að „gagnrýnin hugsun[sé] mikilvægasti lykillinn að þeirri bóklegu skynsemishefð sem skólar eru sprottnir úr. En gagnrýnin hugsun er líka einn af verðmætustu hæfileikum sem menn geta tileinkað sér í samfélagi nútímans, hún er hæfi­leiki sem nýtist á ólíkustu sviðum þjóðlífsins og sömuleiðis í umhugsun og ákvörðunum um eigið líf.“ (Hugur, 22. ár, 2010)

Á ráðstefnunni verður fjallað um eðli gagnrýninnar hugsunar, bæði þá færni og þekkingu sem hún byggir á og það hugarfar sem hún krefst, en einnig um ólíkar aðferðir og möguleika á að vinna með gagnrýna hugsun á vettvangi menntunar og tengsl gagnrýninnar hugsunar við siðferði og lýðræði.

D a g s k r á

12:10 – 12:30 Katrín Jakobsdóttir, Menntamálaráðherra, setur ráðstefnuna
12:30 – 13:00 Guðmundur Heiðar Frímannsson, Ríki gagnrýninnar hugsunar og skólar
13:00 – 13:30 Brynhildur Sigurðardóttir, Kennarar gagnrýna og heimspekingar kenna – eða var það öfugt?
13:30 – 14:00 Umræður um erindi Guðmundar Heiðars og Brynhildar
14:00 – 14:30 K a f f i h l é
14:30 – 15:00 Jón Ólafsson, Gagnrýnin hugsun og félagsleg vandamál
15:00 – 15:30 Elsa Haraldsdóttir, Þurfum við heimspeki við kennslu í gagnrýninni hugsun?
15:30 – 16:00 Ólafur Páll Jónsson, Hugsandi manneskjur
16:00 – 16:30 Umræður um erindi Jóns, Elsu og Ólafs Páls

300 ÁRA AFMÆLI DAVID HUME

Laugardaginn 7. maí verða 300 ár liðin frá fæðingu skoska heimspekingsins David Hume. Af því tilefni efnir Félag áhugamanna um heimspeki til sérstaks kaffisamsætis með heimspekilegu ívafi.

Gunnar Harðarson, Henry Alexander Henrysson og Njáll Björgvinsson munu þar reifa ólíka þætti í verkum Hume, s.s. þekkingarfræði, fagurfræði og stjórnspeki hans en hinni síðastnefndu hefur e.t.v. verið lítt sinnt í seinni tíð. Njáll mun aukinheldur greina þá
athöfn að drekka kaffi í ljósi kenningar Humes um smekkshugtakið.

Afmælið verður haldið þann 7. maí, sem fyrr segir, á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7b. Það hefst kl. 10 og stendur væntanlega í eina og hálfa klukkustund.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna 28. til 30. apríl

„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna Norræna fyrirbærafræðifélagsins (Nordic Society for Phenomenology – NoSP) í Háskóla Íslands 28.-30. apríl 2011

Norræna fyrirbærafræðifélagið er eitt stærsta félag heimspekinga á Norðurlöndum. Félagið var stofnað árið 2001 og hefur haldið ráðstefnur árlega frá árinu 2003. Ráðstefna félagsins í Reykjavík 28.-30. apríl 2011 verður sú níunda í röðinni.

Þess má geta að fjórða ráðstefna félagsins fór einnig fram í Reykjavík, þ.e. í apríl 2006, og bar yfirskriftina „Fyrirbærafræði og náttúra“.

Á ráðstefnunni verða haldin fimm aðalerindi, tvær hringborðsumræður og 52 styttri erindi í mál­stofum. Eins og nærri má geta mun æði margt bera á góma, en á meðal þess sem fjallað verður um má nefna Evrópu, kynjamun, landslag, kúgun, ást, minningar,
líkamlegar takmarkanir, hugmyndafræði, geðklofa, tækni, þjóðarmorð, mannréttindi, borgaralega óhlýðni, ímyndunarafl, skömm, afbrýðisemi, Marx, Merleau-Ponty, Patočka, Parmenídes, Beauvoir, Bergson, Derrida, Fanon, Levinas, Husserl, Heidegger og Arendt.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldið málþing um Hönnuh Arendt 27. apríl, sjá nánar hér:
http://vefir.hi.is/edda/?p=1848.

Um fyrirbærafræði má fræðast á Vísindavefnum:
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7104

Ráðstefnan er haldin á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og EDDU öndvegisseturs með aðild Félags áhugamanna um heimspeki og Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Letterstedtska föreningen styrkti ráðstefnuna.

Dagskrá ráðstefnunar er hér (ath. gæti breyst):
http://www.helsinki.fi/jarj/nosp/NoSP%202011%20Preliminary%20Programme.pdf

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt – miðv. 27. og fim. 28. apríl

Alþjóðleg ráðstefna um heimspeki Hönnuh Arendt verður haldin 27. og 28. apríl við Háskóla Íslands á vegum EDDU – öndvegisseturs og Geothe Institut. Ráðstefnan er tvískipt, en 27. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í stjórnmálum og 28. apríl verður fjallað um heimspeki Arendt og kreppu í menningunni. Kunnir Arendt-sérfræðingar frá Þýskalandi, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum munu halda erindi. Ráðstefnan er haldin í tengslum við árlega ráðstefnu norrænna fyrirbærafræðinga. Frekari upplýsingar er að finna hér að neðan og á heimasíðu EDDU – öndvegisseturs.

Boðið er til ráðstefnunnar í tilefni að útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt (Af ást til heimsins. Hannah Arendt um kreppu stjórnmála, heimspeki, alræði og illsku), sem Sigríður Þorgeirsdóttir ritstýrir og ritar inngang að. Greinarnar
eftir Arendt sem hér birtast gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni Arendt og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi.

Hannah Arendt (1906-1975) er í hópi merkustu stjórnmálaheimspekinga 20. aldar. Hún fæddist í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna árið 1941. Eftir hamfarir seinni heimstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma.

Meginviðfangsefni Hönnuh Arendt er að greina ástæðurnar fyrir hruni ríkjandi hugmyndakerfa og kreppu í stjórnmálum. Hún spyr m.a. hvers vegna heimspekin veitir ekki meira viðnám gegn alræðisstjórnarfari en raun ber vitni og leitar svara í sögu hennar. Í leit sinni kemst hún m.a. að því að allt frá fornöld hafi margir helstu heimspekingar
Vesturlanda einblínt á ást á visku og fræðilega þekkingu og verið fráhverfir veraldlegri pólitík. Að dómi Arendt er ekki aðeins þörf á visku heldur ekki síður á ást til heimsins, sem komi fram í margbreytilegri pólitískri þátttöku. Helsti vandinn sem steðjar að stjórnmálum nútímans að dómi Arendt eru pólitík sem er einkum í þágu fjármálalífs og sinnuleysi borgara um stjórnmál. Vettvangur stjórnmála hefur að ýmsu leyti orðið „ónýtur“ og leita þarf
leiða til að endurnýja hann. Arendt bindur helst vonir við að fjölbreytileiki mannanna sé sá kraftur sem þurfi til að hleypa lífi í stjórnmálin og fjallaði um þekkingarforskot jaðarreynslu.

Greinarnar eftir Arendt sem birtast í bókinni gefa góða innsýn í helstu viðfangsefni hennar og fjalla um samband heimspeki og stjórnmála, alræði, illsku mannsins og mannréttindi. Í inngangi ritar Sigríðar Þorgeirsdóttir um ævi og verk Arendt og tengir stjórnmálaheimspeki
hennar við umræðuna um kreppu í stjórnmálum samtímans og mögulegar leiðir út úr henni.

Bók Arendt og ráðstefnan eru einnig með Facebook-síðu:
http://www.facebook.com/#!/home.php?sk=group_100602750025497

————————————————–

Hannah Arendt and the Crisis of Politics

Wednesday, April 27, 2011, University of Iceland, Oddi 101, 13.00-17.30.

Program:

13.00-13.15 Opening: Sigríður Þorgeirsdóttir, Professor of Philosophy, University of Iceland.

13.15-14.15 Dana R. Villa, Professor of Political Theory, University of Notre Dame: “The ‘Autonomy of the Political’ Reconsidered.”

14.15-15.15 Susanne Lettow, Research Fellow, Institute for Human Sciences, Vienna: “On Economy. Re-reading Arendt in Times of Crisis.”

15.15-15.30 Coffee break.

15.30-16.30 Dieter Thomä, Professor of Philosophy, University of St. Gallen: “The Pursuit of Happiness, Republicanism, and the Moral Sense: Thinking with Arendt against Arendt.”

16.30-17.30 Panel Discussion with Oddney Eir Ævarsdóttir, Writer and Philosopher, Robin May Schott, Senior Researcher, Danish Institute of International Studies, and Páll Skúlason, Professor of Philosophy, University of Iceland.

17.30 Light refreshments.

—————————————————

Hannah Arendt and the Crisis of Culture

Thursday April 28, 2011, University of Iceland, Háskólatorg 101,
13.15-16:30.

13.15-13.45 Sigríður Þorgeirsdóttir: “Arendt and Nietzsche on Performative Politics in Times of Crisis.”

13.45-14.15 Julia Honkasalo: “Empty Promises and mere Jargon? Arendt’s Critique of Human Rights discourse.”

14.15-14.45 Robin May Schott: “Natality and the Harms of Genocide.”

14.45-15.00 Coffee break.

15.00-15.30 Martina Reuter: „Arendt and the Justification of Civil Disobedience.“

15.30-16.00 Helgard Marhdt: „Judging is One, if not the Most, Important Activity in which this Sharing-of the-World-with-Others Comes to Pass.“

16.00-16.30 Ulrika Björk: „Crisis, Politics and the Common World: Arendt and Husserl.“

Sjá nánar hér.

Heimspeki á Hugvísindaþingi

Í tengslum við síðara hluta Hugvísindaþings, næstkomandi helgi, verða nokkrir atburðir af heim­spekilegu meiði.

Staður: Askja, st. 132
Tími: Fimmtudaginn 24. mars, kl. 17:30 – 19:10

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildarmyndina Lifandi kínversk heimspeki eftir Roger T. Ames og Malcolm Cone (2007).

Þessi upplýsandi kvikmynd leggur áherslu mikilvægi þess að skilja menningarlegar hefðir, þá aðallega konfúsíanisma og daóisma, til að meta viðbrögð Kína við auknum þrýstingi til nútíma­væðingar. Þessar fornu heimspekikenningar eru enn ljóslifandi í hugsunarhætti og lifnaðar­háttum Kínverja.

Prófessor Roger Ames skoðar þessar hefðir og greiðir veginn í átt að skilningi á konfúsíanisma og daóisma og sýnir hvernig það nýtist í félagslegu umhverfi nútímans. Hann rýnir í menninguna til þess að fá skil á viðbrögðum Kína við nokkrum af helstu vandamálum nútímans: Áhrif efna­hagslegrar þróunar, niðurrif umhverfisins, lýðræðisvæðingu heimsins og mannréttindamál. Í leit að skilningi innan frá leitar Ames til strætanna, hofanna, heimilanna og vinnustaðanna og tekur viðtöl við helstu iðkendur daóisma og fróðustu menn um konfúsíanisma.

Sýningin er öllum opin og ókeypis.
Lengd: 100 mín. Tungumál: Enska

Sjá nánar:
http://www.hi.is/vidburdir/konfusiusarstofnun_synir_heimildarmyndina_lifandi_kinversk_heimspeki

Föstudagur 25. mars kl. 13.00-16.30 í stofu 225 í Aðalbyggingu
Háskólans.

Heimspeki fornaldar

Í málstofunni verður fjallað um ólíka þætti úr sögu fornaldarheimspeki, allt frá gagnrýni á lýðræði og kenningum um svefn til sambands dygðar við farsæld og velþóknun Nietzsches á epikúr­ingum. Fyrirlesarar eru

  • Vilhjámur Árnason, prófessor í heimspeki: Lýðræði að hætti Platons
  • Róbert Jack, doktorsnemi í heimspeki: Mælistika Platons á mannlegan þroska
  • Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki: Orð og gjörðir: Rök laganna í Krítóni og hlutverk þeirra
  • Eiríkur Smári Sigurðarson, heimspekingur og rannsóknastjóri Hugvísindasviðs: Svefn er flogakast
  • Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki: Hvers konar manneskja er efahyggjumaðurinn?
  • Geir Þórarinn Þórarinsson, doktorsnemi við Princeton-háskóla og stundakennari við HÍ: Hamingja, dygð og mannlegt eðli
  • Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki: Að rækta garðinn sinn: Nietzsche um Stóumenn og epikúringa

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/heimspeki_fornaldar

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-12.00 í stofu 50 í Aðalbyggingu
Háskólans

Náttúra

Þema 23. árgangs Hugar – tímarits um heimspeki er hið margræða náttúruhugtak. Jónas Hall­grímsson taldi það hafa þrjár merkingar sem vísuðu til „eðlis skapaðra hluta“, „heimsaflanna sem ráða mynd og eðli hlutanna“ og „hinnar sýnilegu veraldar, það er að skilja allt hið líkamlega með öflum sínum og eðli“. Í málstofunni flytja núverandi ritstjóri og tveir fyrrverandi ritstjórar Hugar erindi sem varpa ljósi á þá frumspekilegu heimsmynd sem náttúruhugtakið er órjúfanlegur hluti af. Fyrirlesarar eru

  • Henry Alexander Henrysson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla
    Íslands: „Natura docet: Náttúruhugleiðingar á nýöld“
  • Björn Þorsteinsson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Náttúran, raunin og veran“
  • Eyja M. Brynjarsdóttir, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Að skoða náttúru til að skoða náttúru“

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/nattura

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-16.30 í stofu 101 í Háskólatorgi

What China Thinks: Philosophical Passages to China.
Málstofa Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljóss og kínverskra fræða

Í málstofunni verður fjallað um konfúsíanisma í tengslum við stjórnspeki og ýmsa strauma og stefnur heimspekinnar. Fyrirlesarar eru

  • Roger T. Ames, University of Hawaii: Confucian China in a Changing World Order
  • Henry Rosemont, Jr., Brown University: The ‘New Confucianism’ in China Today
  • Wang Keping, Beijing International Studies University, Chinese Academy of Social Sciences: A Harmonious Society in the Harmony-conscious Culture
  • Carine Defoort, K.U. Leuven: How China Names?
  • Tong Shijun, Shanghai Academy of Social Sciences: Two Paths of Reason: Overcoming the Dilemma between Reason-dogmatism and Reason-skepticism
  • Ralph Weber, URPP Asia and Europe, University of Zürich: The Politics of ‘Chinese Philosophy’

Fyrirlestrar verða lengri en í öðrum málstofum. Þeir verða fluttir á ensku.

Sjá nánar hér:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/what_china_thinks_philosophical_passages_china­_malstofa_konfusiusarstofnunarinnar_nordurljoss_og_k_0

Hugvísindaþing er árleg ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kennarar á sviðinu, doktors­nemar og fleira hugvísindafólk kynnir rannsóknir sínar. Í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans er þingið óvenjuglæsilegt í ár, 11.-12. mars var fyrirlestrahlaðborð með um 60 fyrirlestrum og 25.-26. mars verður boðið upp á yfir 170 fyrirlestra í yfir 30 málstofum. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nemendur á Hugvísindasviði eru hvattir til að fjölmenna.

Dagskráin og lýsingar á málstofum eru á heimasíðu Hugvísindastofnunar: http://stofnanir.hi.is/­hugvisindastofnun/malstofur

Milli forms og formleysis (Staðhæfingarhyggja Adornos)

Fimmtudaginn 20. janúar heldur þýski heimspekingurinn Marcus Steinweg fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar HÍ og Félags áhugamanna um heimspeki.

Staðsetning: Háskólatorgi HÍ, stofu 101 (hringstofa), kl. 16:00

Marcus Steinweg (f. 1971) kennir heimspeki við Listaháskólann í Braunschweig. Eftir hann liggja um tíu bækur um heimspeki, hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim og unnið náið með myndlistarmönnum á borð við Thomas Hirschhorn
(sjá nánar: http://artnews.org/marcussteinweg).
Hann kemur hingað til lands í boði Nýlistasafns Íslands.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Hér að neðan getur að lesa útdrátt úr honum á íslensku og ensku.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

MILLI FORMS OG FORMLEYSIS (STAÐHÆFINGARHYGGJA ADORNOS)

Í riti Adornos, Fagurfræðikenning (Ästhetische Theorie), er nánast hver einasta setning til marks um þær ógöngur sem listin lendir óhjákvæmilega í. Ætlun hans er að koma orðum að ‘grundvallartengslum listarinnar við það sem hún er ekki, við það sem kviknar ekki eitt af sjálfu sér í sjálfinu’.

Enn á ný kemur í ljós hversu tvírætt listaverkið er og hvernig það stendur á milli þrárinnar eftir sáttum og samræmi annars vegar og ósættanlegrar mótstöðu þess hins vegar: listin er það sem sveiflast á milli sjálfsemdar og mismunar, milli forms og formleysis. Það er staðan á milli þessara þátta sem ákvarðar stöðu listamannsins þegar hann heldur því fram að formið sé form hins formlausa, ekki síður en að formið sé formlaust. Til þess að falla ekki í gryfju listdýrkunar þarf listin að gangast við því að hún nái inn fyrir ólistrænt svið staðreyndanna. En til þess að verða heldur ekki að tæki í höndum félagslegrar eða stjórnmálalegrar baráttu eða siðferðislegrar umvöndunar, verður listin að halda sjálfstæði sínu til streitu. Í stað þess að velja á milli ofbeldis og ofbeldisleysis, á listin því að kjósa sig sjálfa sem milli-lið þátta sem verða ekki samræmdir með einhverri fræðilegri lausn. Sérhvert form sem staðhæft er reynir að laga sig að því sem er því (þjóðfélagslega) framandi vegna þess að hið síðarnefnda hefur fyrir löngu farið fram úr því. Um leið má listin ekki felast í því einu að sýna hinu framandi eða ósammælanlega lotningu, þar eð með því fórnar hún formbindingarhæfni sinni á altari trúarlegrar formleysiskenndar. Listin er það sem bæði heldur uppi og tjáir andstæðu forms og formleysis.

BETWEEN FORM AND FORMLESSNESS
(ADORNO´S AFFIRMATIONISM)

Abstract: Lecture at the University of Iceland

In Adorno’s Aesthetic Theory, virtually every sentence is an articulation by linguistic means of the aporetic essence of art. The challenge is to lend expression to ‘the constitutive relation of art to what it itself is not, to what is not the pure spontaneity of the subject.’

The ambiguity of the work of art becomes apparent once again, its ambivalence between the desire for reconciliation and its implacable irreconcilability: art as what oscillates between identity and difference, between form and formlessness. It is this in between that defines the status of the artist?s assertion of form as the form of the formless as much as the formlessness of form. To steer clear of the pitfall of aestheticism, art must acknowledge its self extension into the non artistic sphere of fact. On the other hand, in order to avoid becoming an instrument in the image of sociopolitical commitment or by moralizing, it insists on aesthetic autonomy. Instead of choosing between violence and nonviolence, art votes for itself as the operator of this inbetween that can hardly be conciliated in a speculative synthesis. Any assertion of form mediates itself to its (social) other because this other has long leapt ahead of it.

And yet art must not amount to no more than worship of the other or the incommensurable, for that way lies the sacrifice of its capacity of form to the religious sentiment of formlessness. Art is what bears, and articulates, the antagonism of form and formlessness.

Kynning á nýútkomnum heimspekiritum á Kaffi Haítí, Geirsgötu 7 fimmtudaginn 16. desember, kl. 20-22

Róbert H. Haraldsson kynnir bók sína Ádrepur – um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og gagnrýna hugsun

Sigurjón Björnsson les upp úr þýðingu sinni á verki Sigmund Freud Draumaráðningar

Kristín Sætran kynnir bók sína Tími heimspekinnar í framhaldsskólanum

Róbert Jack les upp úr þýðingu sinni á riti Friedrich Nietzsche Af siðjafræði siðferðisins

Gunnar Hersveinn kynnir bók sína Þjóðgildin

Sigríður Þorgeirsdóttir kynnir enn fremur tvær bækur sem hún er meðhöfundur að: Birth, Death, and Femininity: Philosophies of Embodiment og The Body Unbound: Philosophical Perspectives on Religion, Embodiment, and Politics

Félag áhugamanna um heimspeki og Kaffi Haítí standa að dagskránni.

Ritfregnir af Sigríði Þorgeirsdóttur

Sigríður Þorgeirsdóttir   Death, Birth, and Femininity  Stil, kön, andrahet  The Body Unbound  Conversations With Landscape

Nýverið komu út nokkrar bækur sem Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, á hlut í. Þar ber fyrst að nefna bókina Death, Birth, and Femininity. Philosophies of Embodiment, sem kom út nú í október hjá Indiana University Press í Bandaríkjunum. Bókin er samstarfsverkefni fjögurra heimspekinga, þ.e., auk Sigríðar, Sara Heinämaa, Vigdis Songe-Möller og Robin Schott sem rit­stýrir bókinni. Allar eru þær prófessorar í heimspeki við háskóla á Norðurlöndum.

Í texta aftan á bókarkápu segir að hugleiðingar um fæðingu og dauða hafi skipt miklu máli jafnt í vestrænni heimspeki sem og fyrir tilvist einstaklinga. Höfundar bókarinnar grafist fyrir um kynjaðar hliðar hefðbundinna heimspekilegra hugleiðinga um dauðann með hliðsjón af fæðingu, sköpun og mannlegu atferli. Þær reifi hugmyndir sínar í tengslum við heimspeki Heideggers, Nietzsches, Beauvoir og Arendt, sem og í ljósi meginstrauma heimspekinnar á borð við fornaldarheimspeki, tilvistarspeki, fyrirbærafræði og samfélags- og stjórnmálaheimspeki. Túlkanir þeirri bæti mikil­vægum víddum við samtímahugsun um sjálfsmynd, tíma og samfélag.

Sigríður skrifar tvo kafla bókarinnar og setur þar fram nýstárlega túlkun á heimspeki Nietzsches um fæðingu og dauða, en hugtak Nietzsches um fæðingu hefur lítt verið rannsakað í Nietzsche-fræðum. Einnig er umfjöllun hennar framlag til vaxandi skrifa um hugtak fæðingar í samtíma­heimspeki, því heimspekingar hafa löngum fjallað mikið um dauðann, en látið sig upphaf lífs og margt sem tengist fæðingu minna varða. Sigríður greinir einnig hugtak Nietzsches um fæðingu sem forvera hugtaks Hönnuh Arendt um fæðingu, en Arendt er sá heimspekingur sem innleiddi fæðingarleika í 20. aldar heimspeki sem mikilsvert hugtak til skilnings á mannlegri tilvist og mannlegu samfélagi.

Á bókarkápu er haft eftir Claudia Card að hún „viti ekki af neinu öðru verki sem tengi fæðingu og dauða á jafn vandaðan og djúpan hátt.“1

Einnig hafa nýverið birst tvær greinar eftir Sigríði á sviði femínskrar túlkunar á heimspeki Nietzsches. Í fyrsta lagi er um að ræða grein sem birtist í nýútkomnu greinasafni, Stil, kön, andrahet (Ulrika Björk og Lisa Käll (ritstj.)), sem geymir tólf greinar eftir nokkra helstu femínísku heimspekinga Norðurlanda.2 Í öðru lagi birtist í Nietzsche Studien 2009 grein eftir Sigríði um tengsl samtímakvenna og kvenheimspekinga við Nietzsche og heimspeki hans. Þess má geta að Sigríður hélt nýlega einn aðalfyrirlesturinn á þingi Nietzsche-félagsins í Þýskalandi og fjallaði hún þar um hvernig heimspeki Nietzsches birtist í skrifum þekktra kveinheimspekinga 20. aldar, þeirra Simone de Beauvoir, Hannah Arendt, Luce Irigaray og Judith Butler. Í blaðagrein um þingið sem birtist í Süddeutsche Zeitung var talað um að af fyrirlestrum þingsins hefði þessi falið í sér helsta nýmælið.3 Þá er vert að geta þess að Sigríður hefur tekið sæti í ritnefnd Nietzsche Studien, sem er eitt mikilvirtasta tímarit á sviði Nietzsche-rannsókna í heiminum.

Fyrr á þessu ári kom út á vegum Cambridge Scholars Publishing greinasafn, The Body Unbound: Philosophical Perspectives on Politics, Embodiment, and Religion, og eru ritstjórar bókarinnar utan Sigríðar Þorgeirsdóttur, Marius Timman Mjaaland og Ola Sigurdson.4 Bókin hefur að geyma greinar sem voru afrakstur ráðstefnu Norrænu samtakanna um trúarheimspeki sem var haldin við Háskóla Íslands í júní 2009 og er Sigríður í stjórn samtakanna. Þessi samtök hafa verið afar virk á undanförnum árum, haldið ráðstefnur og fjölda námskeiða fyrir doktors­nema. Í greinunum velta höfundar fyrir sér afstöðu til líkamans og merkingum hans í kristni, í Islam og í vestrænni heimspeki. Aftan á bókarkápu segir að heimspekileg nálgun á stjórnmál, líkamleika og trú leiði okkur beint inn í nokkur umdeildustu málefni menningar samtímans eins og sjálfsmorðsárásir, líkama falda undir blæjum og afklædda líkama og lífvald fyrir tilstilli tækninnar. Sögulega hefur líkaminn annars vegar verið skilinn sem fangelsi, sem fjötri sálina við forgengileika, myrkur og óreiðu. Á hinn bóginn hefur líkaminn verið agaður og honum verið stýrt í krafti vitsmuna og vilja, laga og menningar. Hinir tíu höfundar greinanna í The Body Unbound sýna að rannsóknir á mannlegum líkamleika verði að taka tilliti til sögulegra aðstæðna til þess að kryfja þær og eygja leiðir til þess að leysa líkamann úr þeim margþættu fjötrum sem hann hefur verið í.

Að lokum má geta þess að Sigríður og tveir doktorsnemar hennar í heimspeki, þau Gabriel Malenfant og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, eru hvert með sína grein í nýútkomnu greinasafni, Conversations with Landscape, sem Katrín Anna Lund og Karl Benediktsson ritstýra og kom út hjá Ashgate forlaginu nú í nóvembermánuði. Í bókinni eru greinar eftir heimspekinga, land­fræðinga, mannfræðinga, bókmennta- og listfræðinga og listamenn um landslagsfræði.5

Sigríður hefur einnig komið víðar við í starfi sínu, en hún er formaður stjórnar hins alþjóðlega jafnréttisskóla sem er starfræktur í samstarfi Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins.6 Á þessu haustmisseri eru sex nemendur við skólann, þrír frá Afganistan og þrír frá Palestínu, en starfsemi skólans er að fyrirmynd Jarðhitaskóla, Landgræðslu­skóla og Sjávarútvegsskóla Sam­einuðu þjóðanna sem eru mikilsvert framlegg Íslands í þróunarsamvinnu.  Það voru þær Irma Erlingsdóttir,     Sigríður ásamt kvennamálaráðherra Afganistan
lektor við Hugvísindadeild og forstöðumaður RIKK, og Sigríður sem unnu að stofnun jafnréttis­skólans fyrir hönd HÍ. Starf fyrir skólann hefur leitt Sigríði á nýjar slóðir, en hún fór m.a. til Afganistan s.l. vor til að kynna sér jafnréttisstarf þar og efla tengsl við samstarfsaðila jafnréttis­skólans þar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hana með kvennamálaráðherra Afganistan sem hún átti fund með. Jafnréttisskólinn tengist starfsemi EDDU öndvegisseturs í gagnrýnum samtíma­rannsóknum þar sem Sigríður er formaður akademískrar stjórnar, en EDDA er eitt þriggja önd­vegissetra sem Rannís styrkir.7

Hér fylgir grein eftir Sigríði sem birtist í Hug á þessu ári, um kanónu og menningu heimspekinnar sem faggreinar.8

Tilvísanir

1. http://www.iupress.indiana.edu/catalog/product_info.php?products_id=428016 (Sótt 10. nóvember 2010).

2. http://www.daidalos.se/sok?11_bookView=1&11_subject=493 (Sótt 10. nóvember 2010).

3. http://www.friedrich-nietzsche-stiftung.de/presse/101018_SZ.jpg (Sótt 10. nóvember 2010).

4. http://www.amazon.com/Body-Unbound-Philosophical-Perspectives-Embodiment/dp/1443819840 (Sótt 10. nóvember 2010).

5. http://www.gowerpublishing.com/default.aspx?page=637&calcTitle=1&pageSubject=317&title_id=9836&­edition_id=12892 (Sótt 10. nóvember 2010).

6. http://www.get.hi.is (Sótt 11. nóvember 2010).

7. http://www.edda.hi.is (Sótt 11. nóvember 2010).

8. http://hi.academia.edu/SigridurThorgeirsdottir/Papers/278982/Gagnryni_a_kanonu_og_menningu_heim­spekinnar (Sótt 10. nóvember 2010).