Málþing um David Hume 26. nóvember 2011

Félag áhugamanna um heimspeki efnir til málþings um skoska heimspekinginn David Hume laugar­daginn 26. nóvember, kl. 13 í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð.

Erindi munu flytja:

Henry Alexander Henryson:
„Að sætta heimspeki og almenna skynsemi: Hume um augnapot, óendanleika og efnislegan veru­leika“

Sveinn Eldon:
„Úr engu er ekkert komið“
Lýsing: Sveinn mun velta fyrir sér umfjöllun Hume um staðhæfinguna að allt eigi sér orsök í A Treatise of Human Nature (Book I, Part III, Section II).

Emma Björg Eyjólfsdóttir:
„Hið góða og hið illa í annarri rannsókn Humes“
Lýsing: Í annarri rannsókn sinni virðist Hume leggja að jöfnu hið góða og hið ánægjulega og hið slæma og hið sársaukafulla. Í þessu erindi mun Emma kanna hvers eðlis sambandið á milli þess­ara hugtaka er, hvort Hume skilur þau sem samheiti eða hvort hann telur í raun og veru hið ánægjulega vera gott og hið sársaukafulla vera slæmt.

Mikael Marlies Karlsson:
„Rök, skynsemi og sannfæring í kenningum Davids Hume“

Að þeim loknum fara fram almennar umræður.

Að málþinginu loknu verður haldinn árlegur aðalfundur Félags áhugamanna um heimspeki (væntan­lega kl. 15). Þar fer m.a. fram kosning í stjórn og önnur embætti FÁH og eru allir sem áhuga hafa á að bjóða sig fram til þeirra beðnir um að láta vita. Ekki er þó neinn lokafrestur til þess að skila inn framboði.

Dagskrá aðalfundar er skv. lögum FÁH svohljóðandi:

7.gr. Aðalfundur skal haldinn ár hvert, og skal dagskrá vera þessi:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  3. Önnur mál.
  4. Kosning stjórnarmanna sbr. 5.gr.
  5. Kosning tveggja endurskoðenda.
  6. Umræður um næsta starfsár.

Formaður stjórnar fundinum, eða kjörinn fundarstjóri í fjarveru hans.

Aðalfund skal boða eins og félagsfund sbr. 6.gr. Er hann lögmætur, ef löglega er til hans boðað.

Sjá nánar um lög félagsins á heimasíðu FÁH.