Hugur 2012 – kallað eftir efni

Hugur – tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 24. árgang, 2012. Þema Hugar 2012 verður heim­speki nítjándu aldar.

Fá tímabil í sögu mannsandans hafa verið eins frjó og nítjánda öldin. Allt áhugafólk um heim­speki þekkir til helstu heimspekinga og stefna aldarinnar. Hún geymir bæði uppgjör við upp­lýsinguna og rætur samtímans. Þema Hugar mun snúast jafnt um einstaka heimspekinga, heimspekistefnur og tímabilið í heild sinni. Greinar sem fjalla um lítt rannsakaða heimspekinga og hugmyndir á nítjándu öld eru sérstaklega velkomnar.

Efni 24. árgangs mun þó ekki afmarkast við þemað. Jafnframt verða birtar greinar og þýðingar um margvísleg heimspekileg efni. Allar frumsamdar greinar sem birtast í Hug fara í gegnum nafn­lausa ritrýni og ákvarðanir um birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er átta þúsund orð að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leiðbeiningar um frágang sem má finna á Heimspekivefnum (mappa undir fyrirsögninni FÁH/Hugur).

Skilafrestur efnis fyrir Hug 2012 er 1. apríl 2012. Efni skal senda til ritstjóra, Henrys Alexander Henryssonar, hah@hi.is. Þangað má einnig senda fyrirspurnir.