Heimspeki utan fræðanna

Vettvangur heimspekinnar takmarkast engan veginn við kennslustofuna eða tölvuborðið, markmið hennar ekki við það eitt að setja fram kenningar og leysa fræðilegar gátur eða að svara átakaspurningum um grundvöll samfélagsins. Sumir ætla henni það hlutverk að vera meðferð til að auka einstaklingsbundinn þroska og að efla með því mannlífið. Dæmi um þessa viðleitni eru einkum svokölluð sókratísk samræða, heimspeki fyrir börn (eða hugfimi), heimspekileg ráðgjöf (eða meðferð) og heimspekikaffihúsið.

Hrannar Baldursson:
Íslensk heimspeki í Mexíkó

Róbert Jack:
Heimspekikaffihúsið

« Til baka