Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu.
Yfirskrift: Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?
Staður: Verzlunarskóli Íslands, Græni salurinn.
Tímasetning: Laugardaginn 13. október 2012, kl. 10 – 15.
Hér getur að líta heiti þeirra erinda sem flutt verða á málþinginu.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir, sem hyggjast ætla mæta, eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspekikennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.
Málþingið er haldið á vegum Félags heimspekikennara í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Sömu aðilar stóðu að ráðstefnu um kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði í október 2011 og huga næst að undirbúningi málþings um innleiðingu grunnþáttanna jafnrétti, lýðræði og mannréttindi í þverfaglegu skólastarfi sem haldið verður í mars 2013.