Ný þjónusta hjá Forlaginu

Prentað eftir pöntun (PEP) er ný þjónusta sem Forlagið býður upp á. Bækur, sem hafa verið ófáanlegar, er nú hægt að fá sérprentaðar í litlu upplagi. Í gegnum heimasíðu Forlagins er hægt að leggja inn pöntun og greiða fyrir bókina/bækurnar og fá þær síðan sendar heim. Afgreiðslu­tíminn er 7-10 dagar.

Heimspekivefurinn vill vekja athygli lesenda sinna á að Farsælt líf, réttlátt samfélag eftir Vihjálm Árnason og Að hugsa á íslenzku eftir Þorstein Gylfason eru meðal þeirra rita sem hægt er að sér­panta með þessum hætti.