Milli forms og formleysis (Staðhæfingarhyggja Adornos)

Fimmtudaginn 20. janúar heldur þýski heimspekingurinn Marcus Steinweg fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar HÍ og Félags áhugamanna um heimspeki.

Staðsetning: Háskólatorgi HÍ, stofu 101 (hringstofa), kl. 16:00

Marcus Steinweg (f. 1971) kennir heimspeki við Listaháskólann í Braunschweig. Eftir hann liggja um tíu bækur um heimspeki, hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim og unnið náið með myndlistarmönnum á borð við Thomas Hirschhorn
(sjá nánar: http://artnews.org/marcussteinweg).
Hann kemur hingað til lands í boði Nýlistasafns Íslands.

Fyrirlesturinn verður á ensku. Hér að neðan getur að lesa útdrátt úr honum á íslensku og ensku.

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

MILLI FORMS OG FORMLEYSIS (STAÐHÆFINGARHYGGJA ADORNOS)

Í riti Adornos, Fagurfræðikenning (Ästhetische Theorie), er nánast hver einasta setning til marks um þær ógöngur sem listin lendir óhjákvæmilega í. Ætlun hans er að koma orðum að ‘grundvallartengslum listarinnar við það sem hún er ekki, við það sem kviknar ekki eitt af sjálfu sér í sjálfinu’.

Enn á ný kemur í ljós hversu tvírætt listaverkið er og hvernig það stendur á milli þrárinnar eftir sáttum og samræmi annars vegar og ósættanlegrar mótstöðu þess hins vegar: listin er það sem sveiflast á milli sjálfsemdar og mismunar, milli forms og formleysis. Það er staðan á milli þessara þátta sem ákvarðar stöðu listamannsins þegar hann heldur því fram að formið sé form hins formlausa, ekki síður en að formið sé formlaust. Til þess að falla ekki í gryfju listdýrkunar þarf listin að gangast við því að hún nái inn fyrir ólistrænt svið staðreyndanna. En til þess að verða heldur ekki að tæki í höndum félagslegrar eða stjórnmálalegrar baráttu eða siðferðislegrar umvöndunar, verður listin að halda sjálfstæði sínu til streitu. Í stað þess að velja á milli ofbeldis og ofbeldisleysis, á listin því að kjósa sig sjálfa sem milli-lið þátta sem verða ekki samræmdir með einhverri fræðilegri lausn. Sérhvert form sem staðhæft er reynir að laga sig að því sem er því (þjóðfélagslega) framandi vegna þess að hið síðarnefnda hefur fyrir löngu farið fram úr því. Um leið má listin ekki felast í því einu að sýna hinu framandi eða ósammælanlega lotningu, þar eð með því fórnar hún formbindingarhæfni sinni á altari trúarlegrar formleysiskenndar. Listin er það sem bæði heldur uppi og tjáir andstæðu forms og formleysis.

BETWEEN FORM AND FORMLESSNESS
(ADORNO´S AFFIRMATIONISM)

Abstract: Lecture at the University of Iceland

In Adorno’s Aesthetic Theory, virtually every sentence is an articulation by linguistic means of the aporetic essence of art. The challenge is to lend expression to ‘the constitutive relation of art to what it itself is not, to what is not the pure spontaneity of the subject.’

The ambiguity of the work of art becomes apparent once again, its ambivalence between the desire for reconciliation and its implacable irreconcilability: art as what oscillates between identity and difference, between form and formlessness. It is this in between that defines the status of the artist?s assertion of form as the form of the formless as much as the formlessness of form. To steer clear of the pitfall of aestheticism, art must acknowledge its self extension into the non artistic sphere of fact. On the other hand, in order to avoid becoming an instrument in the image of sociopolitical commitment or by moralizing, it insists on aesthetic autonomy. Instead of choosing between violence and nonviolence, art votes for itself as the operator of this inbetween that can hardly be conciliated in a speculative synthesis. Any assertion of form mediates itself to its (social) other because this other has long leapt ahead of it.

And yet art must not amount to no more than worship of the other or the incommensurable, for that way lies the sacrifice of its capacity of form to the religious sentiment of formlessness. Art is what bears, and articulates, the antagonism of form and formlessness.