Heimspekileg samræða í leik- og grunnskólum Garðabæjar

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Námskeið á vegum þróunarverkefnis um heimspekikennslu í
Garðabæ

Þróunarhópur um heimspekilega samræðu í Garðabæ og heldur námskeið í Garðaskóla 9.-10. mars. Þar mun sænski heimspekikennarinn Liza Haglund fjalla um hlutverk heimspeki í leik- og grunnskólum og unnin verða verkefni sem henta í kennslu barna og unglinga.

Liza Haglund kennir við Södertörns Högskola í Stokkhólmi og hefur víðtæka reynslu í heimspekikennslu með börnum, unglingum og kennurum. Hún undir­býr nú stofnun skóla í Stokkhólmi þar sem heimspekileg samræða verður í lykilhlutverki í öllu starfi, sjá nánar á www.filosofiska.nu.

Námskeiðið í Garðaskóla hefst á fyrirlestri um heimspeki í skólastarfi og er hann öllum opinn. Á dagskránni er síðan verkefnavinna og samræður þátttak­enda og verður sérstök áhersla lögð á vinnubrögð sem henta vel í kennslu yngri barna.

Tveir leikskólakennarar, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Helga María Þórarinsdóttir munu segja frá reynslu sinni af heimspekikennslu í leikskólum. Einnig munu grunnskólakennarar í Garðabæ segja frá reynslu sinni af því að innleiða heim­spekilega samræðu í kennsluna hjá sér.

Tími: Föstudagur 9. mars kl. 1 3-17 og laugardagur 1 0. mars kl. 9-16

Staður: Garðaskóli, Garðabæ

Þátttakendur: Allir sem eru áhugasamir um heimspekikennslu í leik- og grunnskólum eru velkomnir

Skráning: Tekið er á móti skráningum á netfangið: brynhildur@gardaskoli.is.
Skráningargjald er 2000 krónur. Sjá einnig á http://www.klifid.is/index.php?
option=com_zoo&task=item&item_id=98&Itemid=89
.
Leik- og grunnskólakennarar í Garðabæ og félagar í félagi heimspekikennara greiða ekki námskeiðsgjald.

Samstarfsaðilar: Félag heimspekikennara, Sprotasjóður Mennta- og menningar­málaráðuneytis

Tími: föstudagur 9. mars kl. 13-17, laugardagur 10. mars kl. 9-16

Undirbúningsnefnd: Brynhildur Sigurðardóttir, Ingimar Waage, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir

Gestakennari: Liza Haglund, Södertörn Högskola, Stokkhólmi

Dagskrá

Föstudagur 9. mars:

13.00 Gestir á fyrirlestri og námskeiði boðnir velkomnir

13.15 Liza Haglund – opnunarfyrirlestur: Children’s rights to think together – philosophy for children in multiple dimension of education

14.00 Umræður um fyrirlestur Lizu Haglund

14.30 Kaffihlé

15.00 Námskeið Lizu Haglund hefst í stofu 301: The very start- An inquiry that anyone can do

17.00 Samantekt í lok dagsins

Laugardagur 10. mars:

9.00 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: Beyond anecdotes -What to do in order to deepen the discussions

10.30 Kaffihlé

11.00 Málstofa um heimspeki í leik- og grunnskólum (öllum opin):
Liza Haglund
Helga María Þórarinsdóttir (leikskólakennari á Akureyri)
Guðbjörg Guðjónsdóttir (leikskólakennari í Garðabæ og fyrrum leikskólastjóri í Foldaborg)
Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir grunnskólakennari í Garðabæ

12.00 Matarhlé

12.30 Samræða um kynningar Lizu, Helgu Maríu, Guðbjargar og Kristjönu Fjólu

13.30 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: The meaning of meaning- practical work on ambiguous and vague concepts

14.30 Kaffihlé

14.45 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: Inquiry into practicalities – what are our hinders?

16.00 Námskeiðslok