Greinasafn eftir: Brynhildur Sigurdardottir

Heimspekileg æfing 20. júní

Félag heimspekikennara stendur að heimspekilegri æfingu 20. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin. Heimspekilegar æfingar þjóna marg­víslegum tilgangi. Þátttakendur fá þjálfun í heimspekilegri samræðu og kynnast ólíkum sam­ræðuaðferðum. Æfingarnar eru einnig góður vettvangur til að hitta heimspekikennara og aðra sem eru áhugasamir um ástundun heimspekilegrar samræðu.

Aðalfundur Félags heimspekikennara 9. júní 2012

Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 9. júní 2012 kl. 13.00-16.30 í Verzlunarskólanum í Reykjavík. Dagskrá hefst með námskeiði Jóhanns Björnssonar heimspeki­kennara í Réttarholtsskóla. Eftir kaffihlé verður síðan aðalfundur haldinn með hefðbundinni dagskrá.

 

Dagskrá fundarins:

13.00 Heimspekingar í hægindastólum, nokkrar æfingar í heimspeki fyrir skólastofuna, partíið og sumarbústaðinn. Jóhann Björnsson heimspekikennari í Réttarholtsskóla miðlar af reynslu og innsýn.

15.00 Kaffi

15.30 Aðalfundur

  • skýrsla stjórnar
  • reikningar félagsins
  • skýrsla ritstjórnar
  • tilllaga um fréttabréf borin undir félagsmenn
  • kosningar
  • önnur mál

Stjórn Félags heimspekikennara

Heimspekileg samræða í leik- og grunnskólum Garðabæjar

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Námskeið á vegum þróunarverkefnis um heimspekikennslu í
Garðabæ

Þróunarhópur um heimspekilega samræðu í Garðabæ og heldur námskeið í Garðaskóla 9.-10. mars. Þar mun sænski heimspekikennarinn Liza Haglund fjalla um hlutverk heimspeki í leik- og grunnskólum og unnin verða verkefni sem henta í kennslu barna og unglinga.

Liza Haglund kennir við Södertörns Högskola í Stokkhólmi og hefur víðtæka reynslu í heimspekikennslu með börnum, unglingum og kennurum. Hún undir­býr nú stofnun skóla í Stokkhólmi þar sem heimspekileg samræða verður í lykilhlutverki í öllu starfi, sjá nánar á www.filosofiska.nu.

Námskeiðið í Garðaskóla hefst á fyrirlestri um heimspeki í skólastarfi og er hann öllum opinn. Á dagskránni er síðan verkefnavinna og samræður þátttak­enda og verður sérstök áhersla lögð á vinnubrögð sem henta vel í kennslu yngri barna.

Tveir leikskólakennarar, Guðbjörg Guðjónsdóttir og Helga María Þórarinsdóttir munu segja frá reynslu sinni af heimspekikennslu í leikskólum. Einnig munu grunnskólakennarar í Garðabæ segja frá reynslu sinni af því að innleiða heim­spekilega samræðu í kennsluna hjá sér.

Tími: Föstudagur 9. mars kl. 1 3-17 og laugardagur 1 0. mars kl. 9-16

Staður: Garðaskóli, Garðabæ

Þátttakendur: Allir sem eru áhugasamir um heimspekikennslu í leik- og grunnskólum eru velkomnir

Skráning: Tekið er á móti skráningum á netfangið: brynhildur@gardaskoli.is.
Skráningargjald er 2000 krónur. Sjá einnig á http://www.klifid.is/index.php?
option=com_zoo&task=item&item_id=98&Itemid=89
.
Leik- og grunnskólakennarar í Garðabæ og félagar í félagi heimspekikennara greiða ekki námskeiðsgjald.

Samstarfsaðilar: Félag heimspekikennara, Sprotasjóður Mennta- og menningar­málaráðuneytis

Tími: föstudagur 9. mars kl. 13-17, laugardagur 10. mars kl. 9-16

Undirbúningsnefnd: Brynhildur Sigurðardóttir, Ingimar Waage, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir

Gestakennari: Liza Haglund, Södertörn Högskola, Stokkhólmi

Dagskrá

Föstudagur 9. mars:

13.00 Gestir á fyrirlestri og námskeiði boðnir velkomnir

13.15 Liza Haglund – opnunarfyrirlestur: Children’s rights to think together – philosophy for children in multiple dimension of education

14.00 Umræður um fyrirlestur Lizu Haglund

14.30 Kaffihlé

15.00 Námskeið Lizu Haglund hefst í stofu 301: The very start- An inquiry that anyone can do

17.00 Samantekt í lok dagsins

Laugardagur 10. mars:

9.00 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: Beyond anecdotes -What to do in order to deepen the discussions

10.30 Kaffihlé

11.00 Málstofa um heimspeki í leik- og grunnskólum (öllum opin):
Liza Haglund
Helga María Þórarinsdóttir (leikskólakennari á Akureyri)
Guðbjörg Guðjónsdóttir (leikskólakennari í Garðabæ og fyrrum leikskólastjóri í Foldaborg)
Kristjana Fjóla Sigursteinsdóttir grunnskólakennari í Garðabæ

12.00 Matarhlé

12.30 Samræða um kynningar Lizu, Helgu Maríu, Guðbjargar og Kristjönu Fjólu

13.30 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: The meaning of meaning- practical work on ambiguous and vague concepts

14.30 Kaffihlé

14.45 Námskeið Lizu Haglund heldur áfram: Inquiry into practicalities – what are our hinders?

16.00 Námskeiðslok

Heimspekileg samræða á öllum skólastigum

Opinn fyrirlestur

Liza Haglund kennari við Södertörns Högskola í Stokkhólmi heldur fyrirlesturinn „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar“ föstudaginn 9. mars kl.13.00. Það er þróunarhópur um heimspekilega samræðu í leik- og grunnskólum Garðabæjar sem stendur fyrir fyrirlestrinum. Hópurinn er styrktur af Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Félagi heimspekikennara.

Liza Haglund hefur víðtæka reynslu í heimspekikennslu með börnum, ungling­um og kennurum. Hún undirbýr nú stofnun skóla í Stokkhólmi þar sem heim­spekileg samræða verður í lykilhlutverki í öllu starfi, sjá nánar á www.filosof­iska.nu. Í kjölfar opna fyrirlestursins mun Liza kenna nám­skeið sem 30 kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum taka þátt í helgina 9.-10. mars. Á námskeiðinu fá kennarar þjálfun í heimspekilegri samræðu sem er kennslu­aðferð sem svarar kalli nýrrar menntastefnu í lýðræðislegum vinnubrögðum, læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, jafnrétti og sköpun. Heimspekilega samræðu má flétta inn í kennslu allra námsgreina til að dýpka og aga umræðu og hugsun nemenda um þau viðfangsefni sem þeir fást við í skólanum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram á ensku. Fyrirlestur og umræður í kjölfar hans fara fram í stofu 301 í Garðaskóla Garðabæ kl. 13.00-14.30.

Útdráttur úr fyrirlestri Lizu Haglund:

Eitt af markmiðum heimspekikennslu fyrir börn og unglinga er að efla gagnrýna og skapandi hugsun. Markmiðið byggir á þeirri forsendu að iðkun heim­spekinnar þjálfi hugsunina og læsi í víðum skilningi. Að mati Matthew Lipman frumkvöðuls í heimspeki með börnum er það markmið heimspekinnar að gera reynsluna af skólastarfinu öllu merkingarbærara en ella. Skólinn á að vera merkingarbær en honum hefur ekki tekist það.

Nemendur geta íhugað heimspekilega fjölmarga þætti innan þeirra námsgreina sem þeir stunda í skólum. Í sögukennslu geta nemendur t.d. rökrætt að hvaða marki söguleg greining geti verið hlutlæg. Svipaðra spurninga má spyrja í félags- og náttúruvísindum, t.d. spurninga um að hvaða marki vísindin séu góð fyrir okkur. Heimspeki með börnum og unglingum er þar að auki nýtt sem tæki til að byggja upp skilning og merkingarbæra reynslu nemenda. Ástundun heim­spekilegrar samræðu skapar reynslu þar sem nemandinn skilur sjálfan sig betur og stöðu sína í samfélaginu og þar með hefur heimspekikennsla siðferði­legt hlutverk.

Í fyrirlestrinum verður vísað í dæmi úr rannsóknum á hugtakaþróun og úr nýlegu þróunarverkefni í siðferðismenntun (values education) til að leggja upp umræðu um hvernig ástundun heim­spekinnar getur átt sér stað á öllum sviðum menntunar.