Heimspeki á Hugvísindaþingi

Í tengslum við síðara hluta Hugvísindaþings, næstkomandi helgi, verða nokkrir atburðir af heim­spekilegu meiði.

Staður: Askja, st. 132
Tími: Fimmtudaginn 24. mars, kl. 17:30 – 19:10

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildarmyndina Lifandi kínversk heimspeki eftir Roger T. Ames og Malcolm Cone (2007).

Þessi upplýsandi kvikmynd leggur áherslu mikilvægi þess að skilja menningarlegar hefðir, þá aðallega konfúsíanisma og daóisma, til að meta viðbrögð Kína við auknum þrýstingi til nútíma­væðingar. Þessar fornu heimspekikenningar eru enn ljóslifandi í hugsunarhætti og lifnaðar­háttum Kínverja.

Prófessor Roger Ames skoðar þessar hefðir og greiðir veginn í átt að skilningi á konfúsíanisma og daóisma og sýnir hvernig það nýtist í félagslegu umhverfi nútímans. Hann rýnir í menninguna til þess að fá skil á viðbrögðum Kína við nokkrum af helstu vandamálum nútímans: Áhrif efna­hagslegrar þróunar, niðurrif umhverfisins, lýðræðisvæðingu heimsins og mannréttindamál. Í leit að skilningi innan frá leitar Ames til strætanna, hofanna, heimilanna og vinnustaðanna og tekur viðtöl við helstu iðkendur daóisma og fróðustu menn um konfúsíanisma.

Sýningin er öllum opin og ókeypis.
Lengd: 100 mín. Tungumál: Enska

Sjá nánar:
http://www.hi.is/vidburdir/konfusiusarstofnun_synir_heimildarmyndina_lifandi_kinversk_heimspeki

Föstudagur 25. mars kl. 13.00-16.30 í stofu 225 í Aðalbyggingu
Háskólans.

Heimspeki fornaldar

Í málstofunni verður fjallað um ólíka þætti úr sögu fornaldarheimspeki, allt frá gagnrýni á lýðræði og kenningum um svefn til sambands dygðar við farsæld og velþóknun Nietzsches á epikúr­ingum. Fyrirlesarar eru

 • Vilhjámur Árnason, prófessor í heimspeki: Lýðræði að hætti Platons
 • Róbert Jack, doktorsnemi í heimspeki: Mælistika Platons á mannlegan þroska
 • Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki: Orð og gjörðir: Rök laganna í Krítóni og hlutverk þeirra
 • Eiríkur Smári Sigurðarson, heimspekingur og rannsóknastjóri Hugvísindasviðs: Svefn er flogakast
 • Svavar Hrafn Svavarsson, prófessor í heimspeki: Hvers konar manneskja er efahyggjumaðurinn?
 • Geir Þórarinn Þórarinsson, doktorsnemi við Princeton-háskóla og stundakennari við HÍ: Hamingja, dygð og mannlegt eðli
 • Róbert Haraldsson, prófessor í heimspeki: Að rækta garðinn sinn: Nietzsche um Stóumenn og epikúringa

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/heimspeki_fornaldar

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-12.00 í stofu 50 í Aðalbyggingu
Háskólans

Náttúra

Þema 23. árgangs Hugar – tímarits um heimspeki er hið margræða náttúruhugtak. Jónas Hall­grímsson taldi það hafa þrjár merkingar sem vísuðu til „eðlis skapaðra hluta“, „heimsaflanna sem ráða mynd og eðli hlutanna“ og „hinnar sýnilegu veraldar, það er að skilja allt hið líkamlega með öflum sínum og eðli“. Í málstofunni flytja núverandi ritstjóri og tveir fyrrverandi ritstjórar Hugar erindi sem varpa ljósi á þá frumspekilegu heimsmynd sem náttúruhugtakið er órjúfanlegur hluti af. Fyrirlesarar eru

 • Henry Alexander Henrysson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla
  Íslands: „Natura docet: Náttúruhugleiðingar á nýöld“
 • Björn Þorsteinsson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Náttúran, raunin og veran“
 • Eyja M. Brynjarsdóttir, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Að skoða náttúru til að skoða náttúru“

Sjá nánar á:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/nattura

Laugardagur 26. mars kl. 10.30-16.30 í stofu 101 í Háskólatorgi

What China Thinks: Philosophical Passages to China.
Málstofa Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljóss og kínverskra fræða

Í málstofunni verður fjallað um konfúsíanisma í tengslum við stjórnspeki og ýmsa strauma og stefnur heimspekinnar. Fyrirlesarar eru

 • Roger T. Ames, University of Hawaii: Confucian China in a Changing World Order
 • Henry Rosemont, Jr., Brown University: The ‘New Confucianism’ in China Today
 • Wang Keping, Beijing International Studies University, Chinese Academy of Social Sciences: A Harmonious Society in the Harmony-conscious Culture
 • Carine Defoort, K.U. Leuven: How China Names?
 • Tong Shijun, Shanghai Academy of Social Sciences: Two Paths of Reason: Overcoming the Dilemma between Reason-dogmatism and Reason-skepticism
 • Ralph Weber, URPP Asia and Europe, University of Zürich: The Politics of ‘Chinese Philosophy’

Fyrirlestrar verða lengri en í öðrum málstofum. Þeir verða fluttir á ensku.

Sjá nánar hér:
http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/what_china_thinks_philosophical_passages_china­_malstofa_konfusiusarstofnunarinnar_nordurljoss_og_k_0

Hugvísindaþing er árleg ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kennarar á sviðinu, doktors­nemar og fleira hugvísindafólk kynnir rannsóknir sínar. Í tilefni af 100 ára afmæli Háskólans er þingið óvenjuglæsilegt í ár, 11.-12. mars var fyrirlestrahlaðborð með um 60 fyrirlestrum og 25.-26. mars verður boðið upp á yfir 170 fyrirlestra í yfir 30 málstofum. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nemendur á Hugvísindasviði eru hvattir til að fjölmenna.

Dagskráin og lýsingar á málstofum eru á heimasíðu Hugvísindastofnunar: http://stofnanir.hi.is/­hugvisindastofnun/malstofur