„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna 28. til 30. apríl

„Fyrirbærafræði á krepputímum“ – ráðstefna Norræna fyrirbærafræðifélagsins (Nordic Society for Phenomenology – NoSP) í Háskóla Íslands 28.-30. apríl 2011

Norræna fyrirbærafræðifélagið er eitt stærsta félag heimspekinga á Norðurlöndum. Félagið var stofnað árið 2001 og hefur haldið ráðstefnur árlega frá árinu 2003. Ráðstefna félagsins í Reykjavík 28.-30. apríl 2011 verður sú níunda í röðinni.

Þess má geta að fjórða ráðstefna félagsins fór einnig fram í Reykjavík, þ.e. í apríl 2006, og bar yfirskriftina „Fyrirbærafræði og náttúra“.

Á ráðstefnunni verða haldin fimm aðalerindi, tvær hringborðsumræður og 52 styttri erindi í mál­stofum. Eins og nærri má geta mun æði margt bera á góma, en á meðal þess sem fjallað verður um má nefna Evrópu, kynjamun, landslag, kúgun, ást, minningar,
líkamlegar takmarkanir, hugmyndafræði, geðklofa, tækni, þjóðarmorð, mannréttindi, borgaralega óhlýðni, ímyndunarafl, skömm, afbrýðisemi, Marx, Merleau-Ponty, Patočka, Parmenídes, Beauvoir, Bergson, Derrida, Fanon, Levinas, Husserl, Heidegger og Arendt.

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldið málþing um Hönnuh Arendt 27. apríl, sjá nánar hér:
http://vefir.hi.is/edda/?p=1848.

Um fyrirbærafræði má fræðast á Vísindavefnum:
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=7104

Ráðstefnan er haldin á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og EDDU öndvegisseturs með aðild Félags áhugamanna um heimspeki og Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Letterstedtska föreningen styrkti ráðstefnuna.

Dagskrá ráðstefnunar er hér (ath. gæti breyst):
http://www.helsinki.fi/jarj/nosp/NoSP%202011%20Preliminary%20Programme.pdf