Doktorsnemi við HÍ hlýtur viðurkenningu CINS

Gabriel Malenfant, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands, hlaut á dögunum viðurkenningu hinnar kanadísku stofnunar í Norrænum fræðum (Canadian Institue for Nordic Studies).

Verðlaunin eru veitt árlega og eru ætluð kanadískum framhaldsnemum sem stunda nám á Norðurlöndum.

Gabriel lauk MA prófi i heimspeki frá Montréal-háskóla í Kanada og hefur birt nokkrar greinar um fyrirbærafræði og siðfræði. Doktorsverkefni hans snýr að heimspeki Levinas og umhverfis­siðfræði.