Heimspekivefurinn hefur nú hafið göngu sína á ný eftir alllangt hlé. Vefurinn er starfræktur af Heimspekistofnun í samvinnu við Hugvísindastofnun og Félag áhugamanna um heimspeki. Vefurinn birtir greinar og annað efni á íslensku tengt heimspeki og leitast við að gera það á sem aðgengilegastan hátt. Vefurinn verður jafnframt góður byrjunarreitur fyrir þá sem vilja leita að heimspekilegu efni á veraldarvefnum, hvort sem er íslensku eða erlendu.
Allar ábendingar eru vel þegnar, sem og innsent efni.
Ritstjóri er Henry Alexander Henrysson og vefstjóri Kristian Guttesen. Yfirumsjón með uppsetningu hafði Sigurjón Ólafsson, vefstjóri Hugvísindasviðs.