Félag heimspekikennara stendur fyrir heimspekilegri æfingu 27. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin.
Heimspekilegar æfingar þjóna margvíslegum tilgangi. Þátttakendur fá þjálfun í heimspekilegri samræðu og kynnast ólíkum samræðuaðferðum. Æfingarnar eru einnig góður vettvangur til að hitta heimspekikennara og aðra sem eru áhugasamir um ástundun heimspekilegrar samræðu.
Ekki er krafist fyrri þekkingar á textum viðkomandi heimspekings, og ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrri samræðuæfingu um hann. Eins og fyrr segir eru allir velkomnir og ætti æfingin að geta gagnast öllum sem hafa áhuga á að kynnast bæði hugsun þessa heimspekings og heimspekilegri samræðu.