Greinasafn fyrir flokkinn: Á döfinni

Heimspekivefurinn opnar að nýju!

Heimspekivefurinn hefur nú hafið göngu sína á ný eftir alllangt hlé. Vefurinn er starfræktur af Heimspekistofnun í samvinnu við Hugvísindastofnun og Félag áhugamanna um heimspeki. Vefurinn birtir greinar og annað efni á íslensku tengt heimspeki og leitast við að gera það á sem aðgengilegastan hátt. Vefurinn verður jafnframt góður byrjunarreitur fyrir þá sem vilja leita að heimspekilegu efni á veraldarvefnum, hvort sem er íslensku eða erlendu.

Allar ábendingar eru vel þegnar, sem og innsent efni.

Ritstjóri er Henry Alexander Henrysson og vefstjóri Kristian Guttesen. Yfirumsjón með uppsetningu hafði Sigurjón Ólafsson, vefstjóri Hugvísindasviðs.

Ráðstefna: Náttúran í ljósaskiptunum

Náttúran í ljósaskiptunum

Ráðstefna um náttúruna í ljósi fyrirbærafræði og austrænnar heimspeki
Háskóla Íslands, Öskju 132, laugardaginn 19. september 2009 kl. 10–18

Dagskrá

10:00-10:10 Aðfararorð

10:10-10:40 Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands: On the spiritual understanding of nature

10:40-11:10 Henry Alexander Henrysson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: „Eðli mónöðunnar er birtingin“: Leibniz um upplifun, skynjun og efnislegan veruleika

11:10-11:40 Geir Sigurðsson, lektor í kínverskum fræðum við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður ASÍS – Asíuseturs: Náttúra og manneðli í kínverskri heimspeki

11:40-12:10 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands: Vá! – Undrun í upplifun af íslenskri náttúru

12:10-13:15 Hádegishlé

13:15-13:45 Jóhann Páll Árnason, prófessor emeritus við La Trobe-háskólann í Melbourne: Merleau-Ponty og myndbreytingar náttúruhugtaksins

13:45-14:15 Gunnþóra Ólafsdóttir, landfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna: Að beita síð-fyrirbærafræði: Áskoranir og lærdómar í byl á hálendi Íslands

14:15-14:45 Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Maður og náttúra

14:45-15:05 Kaffihlé

15:05-15:35 Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Hugvísindasvið Háskóla Íslands: Frumspekin á tímum náttúrunnar

15:35-16:05 Ottó Másson, MA-nemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands: Af náttúrunnar skilningsljósi. Um sérstöðu fyrirbærafræðinnar innan heimspekihefðarinnar

16:05-16:35 Gabriel Malenfant, doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands: Emmanuel Levinas and the Environmental Correlation

16:35-17:05 Björn Þorsteinsson, nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands: Samþætting manns og náttúru. Maurice Merleau-Ponty hittir Niels Bohr

17:05-17:20 Almennar umræður

17:20-18:00 Léttar veitingar