Alþjóðlegum degi heimspekinnar fagnað í Réttarholtsskóla
Þriðja fimmtudag ár hvert í nóvember hefur UNESCO tekið frá sem alþjóðlegan dag heimspekinnar. Ýmsar heimspekilegar uppákomur eiga sér stað vítt og breitt um heiminn, en haldið hefur verið upp á daginn frá árinu 2002.
Haldið verður upp á daginn í Réttarholtsskóla með sýningu á verkum nemenda á göngum skólans fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember. Alls stunda rúmlega 160 nemendur nám í heimspeki við skólann í vetur.
Þema sýningarinnar að þessu sinni er „Hugsum gagnrýnið og látum ekki telja okkur trú um hvað sem er“.
Allir sem áhuga hafa á að skoða og velta vöngum yfir heimspekilegum hugverkum nemenda eru hjartanlega velkomnir.
Upplýsingar um alþjóðlegan dag heimspekinnar má finna á vefslóðinni: http://www.unesco.org/new/en/social-and-human-sciences/themes/human-rights/philosophy/philosophy-day-at-unesco/philosophy-day-2011/
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Björnsson (johann.bjornsson@reykjavik.is) sími 8449211.