Blindramminn bak við söguna og fleiri skilagreinar eftir Gunnar Harðarson

Blindramminn bak við söguna eftir Gunnar Harðarson

Blindramminn bak við söguna eftir Gunnar Harðarson

Út er komin bókin Blindraminn bak við söguna og fleiri skilagreinar eftir Gunnar Harðarson.

Um bókina segir: „Margar viðteknar hugmyndir sem taldar eru rammíslenskar eru í raun og veru afsprengi gleymdra erlendra hugmynda sem standa eins og blindrammi bak við hina sýnilegu mynd af íslenskri bókmennta- og hugmyndasögu. Íslensk menning er þá í vissum skilningi þýdd menning án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því.“

Í bókinni er m.a. fjallað um tungumál og bókmenntasköpun á miðöldum, heimspekirit og hug­leiðslubókmenntir á 17. öld, íslenskar þjóðsögur og Gregóríus mikla, nýhúmanisma og heim­spekilegan kveðskap á 19. öld og inngöngu íslensks skáldskapar í heim erlendra nútíma­bókmennta á 20. öld.

Gunnar Harðarson er dósent við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.