Heimspekileg æfing 20. júní

Félag heimspekikennara stendur að heimspekilegri æfingu 20. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin. Heimspekilegar æfingar þjóna marg­víslegum tilgangi. Þátttakendur fá þjálfun í heimspekilegri samræðu og kynnast ólíkum sam­ræðuaðferðum. Æfingarnar eru einnig góður vettvangur til að hitta heimspekikennara og aðra sem eru áhugasamir um ástundun heimspekilegrar samræðu.