Helgi Pjeturss

Helgi Pjeturss (1872-1949) náttúrufræðingur og heimspekingur.

Fæddur 31. mars í Reykjavík, sonur Péturs bæjargjaldkera Péturssonar og Önnu Sigríðar Vigfúsdóttur. Stúdent 1891, meistarapróf (cand. mag.) í náttúrusögu og landafræði við Hafnarháskóla 1897 og doktorspróf 1905 fyrir rit um jarðfræði Íslands. Sinnti jarðfræðirannsóknum en er nú einkum þekkur fyrir heimssfræði sína sem kennd er við rit hans Nýal og fjallar um samband draumalífs við líf á öðrum hnöttum. Heimsfræði hans, sem byggist að hluta til á þýskri, rómantískri heimspeki, hefur oft gengið undir heitinu „íslensk heimspeki“ meðal fylgismanna hans (nýalssinnar).

Helgi ritaði áhugaverða grein um íslenska heimspeki til forna og telur að hugsun Íslendinga kristallist í málsháttum („Íslenzk heimspeki“, Skírnir, 1908)

Nokkur önnur rit: Nýall. Nokkur íslenzk drög til heimsfræði og líffræði (1919-1920)

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *