Guðmundur Bergþórsson

Guðmundur Bergþórsson (1657–1705), skáld.

Fæddur að Stöpum á Vatnsnesi, Húnavatnssýslu, veiktist illa í æsku og varð krypplingur, hálflamaður og lítt til verka fallinn. Lærði að lesa upp á eigin spýtur og hafði ofan af fyrir sér með barnakennslu og rímnakveðskap.

Helsta framlag hans til íslenskrar heimspeki er kvæðið Heimspekingaskóli sem hann orti að mestu leyti út frá íslenskri þýðingu á dönsku riti, Collegium Philosophorum eftir Hans Hanssøn Skonning, sem kom út 1636. Á fáeinum stöðum bætir Guðmundur þó við efnið einhverju frá sjálfum sér.

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *