Þorsteinn Gylfason

Æviskeið

Þorsteinn Gylfason, fæddur 12. ágúst 1942 í Reykjavík.

Lést í Reykjavík 16. ágúst 2005.

Menntun

1 Menntaskólinn í Reykjavík 1957–1961.
2 Harvard University, 1961–1962 og 1963–1965, BA (Hon.) í heimspeki 1965.
3 Háskóli Íslands, 1962–1963 (íslensk fræði).
4 Magdalen College, Oxford 1965–1968 og 1970–1971.
5 Universität München, sumarönn 1967.

Stöður

1 Lektor í heimspeki, Háskóla Íslands 1968–1970.
2 Lektor í heimspeki, Háskóla Íslands 1971–1983.
3 Dósent í heimspeki, Háskóla Íslands 1983–1989.
4 Forstöðumaður Heimspekistofnunar, Háskóla Íslands 1983–1991.
5 Gistikennari, London School of Economics, nóvember–desember 1984.
6 Prófessor í heimspeki, Háskóla Íslands, síðan 1989.

Gistirannsóknarstöður

1 Gistifræðimaður, Magdalen College, Oxford, janúar–júní 1982.
2 Gistifræðimaður, Universität München, sumarið 1982.
3 Rannsóknaraðstoðarmaður, University of California, Berkeley, janúar–september 1983 og sumarið 1984.
4 Gistifræðimaður, Harvard University, janúar–júlí 1988.
5 Gistifræðimaður, University of North-Carolina at Chapel Hill, janúar–maí 1993.
6 Gistifræðimaður, Harvard University, janúar–mars 2000.

Ritaskrá (úrval)

Bækur

Tilraun um manninn, Reykjavík 1970.

Þrætubókarkorn (með P.T. Geach), Reykjavík, 1981.

Tilraun um heiminn, Reykjavík 1992.

Sprek af reka, Reykjavík 1993 (ljóðaþýðingar).

Að hugsa á íslenzku, Reykjavík 1996 (safn ritgerða um málspeki).

Réttlæti og ranglæti, Reykjavík 1998 (safn ritgerða um stjórnmálaheimspeki).

Söngfugl að sunnan, Reykjavik 2000 (ljóðaþýðingar).

Innlit hjá Kant, Reykjavík 2005 (um Gagnrýni hreinnar skynsemi eftir Immanuel Kant).

Sál og mál, Reykjavik 2006.

Bæklingar

Rauður fyrirlestur, Reykjavík 1982 (gegn frjálshyggju).

Valdsorðaskak, Reykjavík 1982.

Orðasmíð, Reykjavík 1991 (upphaflega fyrirlestur).

Niflungahringurinn. Sjá Verk fyrir svið (1).

Gagnrýni hreinnar skynsemi, Reykjavík 1994 (um Kant). (Endurskoðað sem Náin skoðun skynseminnar 1999, óútgefið.)

Helstu ritgerðir í bókum og tímaritum

1 „Skemmtilegt er myrkrið“, Tímarit Máls og menningar 1971, 285–313 (gegn sögulegri efnishyggju).

2 „Að hugsa á íslenzku“, Skírnir 1973, 129–158 (einnig gefið út sem bæklingur).

3 „Ætti sálarfræði að vera til?“, Skírnir 1975, 5–37.

4 „Er vit í vísindum?“, Tímarit Máls og menningar 1975, 245–266 (um Kuhn og Popper).

5 „Um fyrirburðafræði“, Lífgeislar 1979, 3–34 and 61–66.

6 „Hvers vegna í dauðanum?“, Morgunblaðið 12. apríl 1980 (um sálarfræði menntunar).

7 „Málrækt í mannlegum fræðum“, Skíma IV, 3 (1981).

8 „Hvað er réttlæti?“, Skírnir 1984, 159–222.

9 „Teikn og tákn“, Stúdentablaðið LXI, 4, 17–19.

10 „Tónlist, réttlæti og sannleikur“, Andvari 1985, 127–142 (um fagurfræði tónlistar).

11 „Sur des parlers anciens, faisons des mots nouveaux“, Diogène 1985, 19–36 (um nýyrðasmíð). Einnig gefið út á ensku, spænsku og kínversku.

12 Inngangur að Einlyndi og marglyndi eftir Sigurð Nordal, Reykjavík 1986, ix–xxxvii.

13 „Hundrað og eitt ár“, Tímarit Máls og menningar 1989, 304–318 (aldarminning um Þórberg Þórðarson).

14 „Ludwig Wittgenstein“, Hugur 1989, 5–22 (í tilefni aldarafmælis).

15 „Martin Heidegger“, Teningur 1989 (í tilefni aldarafmælis).

16 „Snilld og brjálæði“, Tímaritið 2000 1990.

17 „Ljósið sem hvarf“, Skírnir 1990, 362–389 (um trúarheimspeki).

18 „Det kreativa ordet“ í Georg Klein (ritstj.): Om kreativitet och flow, Stockholm 1990.

19 „Skáldskapur og sannleikur“, Teningur 1991, 24–27.

20 „Anaxímandros frá Míletos“, Tímarit Máls og menningar 1991, 75–91.

21 Inngangur og Skýringar að René Descartes: Orðræða um aðferð, Reykjavík 1991, 11–54 and 153–202.

22 „Líf og sál“ í Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson (ritstj.): Af líkama og sál, Reykjavík 1992.

23 „Að gera eða vera“, Hugur 6. árg. (1993–1994), 63–90.

24 „Skólar, úhrif og þroski“, í Ný menntamál 12. árg. 4. tbl. (1994), 6–11.

25 „Er tónlist mál?“, Tímarit Máls og menningar 1994.

26 „Gildi, boð og ástæður“, Hugur 7. árg. (1995), 14–31.

27 „SDG“ í Þorsteinn Helgason (ritstj.): Sem niður margra vatna: Sumartónleikar í Skálholtskirkju tuttugu ára, Reykjavík 1995, 29–33 (um guðfræði Bachs)

28 „Fjölræði og sjálfstæði“, Tímarit lögfræðinga 1995, 1–15 (on the independence of the judiciary).

29 „Richard Wagner as a Poet“, Wagner’s Ring and Its Icelandic Sources, ritstj. Úlfar Bragason, Stofnun Sigurðar Nordals, Reykjavík 1995.

30 „Túlkun og tjáning“, Leikhúsmál 1996 (on dramatic acting).

31 „Sannleikur“ í Er vit í vísindum?, Reykjavík 1996.

32 „Kan DNA-koden och binans dans betraktas som språk?“ (Geta DNA-kóðinn og dans býflugna skoðast sem tungumál?), Medicinsk vetenskap vid Karolinska Institutet 4. tbl. 1997.

33 Inngangur að Njál’s Saga, Wordsworth Classics of World Literarture, 1998.

34 Inngangur að Ludwig Wittgenstein: Bláa bókin, Reykjavík 1998.

35 „Er eignarréttur náttúrlegur?“ í Afmælisrit til Þórs Vilhjálmssonar, Reykjavík 2000.

Helstu ljóð í tímaritum og safnritum

1 „Glerhús við skál“, Morgunblaðið 1985.

2 „Ólafur Jónsson“, Lesbók Morgunblaðsins 1989.

3 „Hamingjan um nótt“, Tímarit Máls og menningar 1990 og Spegill, spegill, Reykjavík 1991.

4 „Vilmundur Gylfason“, Tímarit Máls og menningar 1990.

5 „Ættjarðarkvæði“, Morgunblaðið 1991.

6 „Töfraflautan“, Leikskrá Íslensku óperunnar 1991 og Morgunblaðið 1991.

7 „Sónhenda með ensku sniði“, Vörður 1993.

8 „Skírnarsálmur Alexöndru“, Lesbók Morgunblaðsins 1995.

9 „Draugar í bænum á miðvikudagsmorgni“, Gegnum jarðgöng tímans, Reykjavík 1998.

Verk fyrir svið

1 Richard Wagner: Niflungahringurinn. (Þýðing í bundnu máli á völdum köflum úr texta Wagners með töluðum innskotum fyrir tvo leikara, sýnt í Þjóðleikhúsinu og gefið út 1994).

Jónas í hvalnum, 1995. (Óratoría með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónlist enn ófullgerð.)

Til hinna óbornu. (Kabarett með lögum eftir Kurt Weil, Hanns Eisler og Paul Dessau við ljóð eftir Bertolt Brecht með töluðum innskotum, sýnt í október 1998.)

Kristnitaka á Íslandi 1999. (Ópera í tveimur hlutum, með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, fyrir Kristnihátíð árið 2000. Verður sýnt í Íslensku óperunni í apríl 2001).

Helstu þýðingar

1 Søren Kierkegaard: Endurtekningin (1966).

2 J.S. Mill: Frelsið (meðþýðandi, 1970).

3 Platon: Faídon (1972) (í Síðustu dagar Sókratesar).

4 René Descartes: Hugleiðingar um frumspeki (fjölritað 1973, 1984).

5 Albert Giraud: Pierrot Lunaire, við tónlist eftir Schönberg (1980). Endurbirt í Sprek af reka, 1993

6 Emanuel Schikaneder: Töfraflautan, við tónlist eftir Mozart (meðþýðandi, sýnt 1983–1984 og 1991–1992).

7 Martin Heidegger: „Aus der Erfahrung des Denkens“ (1989).

8 P.I. Tchaikovsky og K. Shilovsky (eftir A. Pushkin): Évgení Ónegín, við tónlist eftir Tchaikovsky (sett upp og gefið út 1993–1994).

9 Søren Kierkegaard: „Ómar af strengleikum“ [úrval úr Enten-Eller], Jón á Bægisá I, 1994.

10 Engelbert Humperdinck: Hans og Gréta, sýnt 1996.

11 Franz Lehár: Káta ekkjan, sýnt 1997.

12 Kvæði eftir Lúkretíus, J.W. v. Goethe, Robert Burns, A.O. Vinje, Gabriele d’Annunzio, Stefan George, Rainer Maria Rilke, Bertolt Brecht, W.B. Yeats, T.S. Eliot, W.H. Auden og fleiri, birt í tímaritum. Safnað saman auk áður óútgefins efnis íSprek af reka, 1993.

Ritstjórnarvinna

1 Stofnandi og ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, 1970–1997. Á meðal höfunda eru: Aristóteles, Einstein, Freud, Karl von Frisch, G.H. Hardy, Hume, Mill, Platon og Voltaire. Þrjátíu og tvö bindi komu út á árunum 1970–1997.

2 Stofnandi og ritstjóri raðarinnar Íslenzk heimspeki/Philosophia Islandica 1982–1997. Þrjú bindi komu út, 1982, 1986 og 1986: Siðferði og mannlegt eðli eftir Pál S. Árdal, Einlyndi og marglyndi eftir Sigurð Nordal og Þrjár þýðingar lærðar í ritstjórn Gunnars Harðarsonar.

Helstu fyrirlestrar á ensku og þýsku

1 „Interpretation or Understanding?“, Second Inter-Nordic Philosophical Symposium 1980; þýsk útgáfa (endurskoðuð) „Interpretieren oder Verstehen?“ flutt í Universität München 1983.

2 „New Words for an Old Language“, American Philosophical Association, Eastern Division, December 1983. Endurskoðaðar útgáfur: „Linguistic Indeterminacy“, Open University 1985 og „Neology“, University College, London 1985.

3 „Music, Justice, and Truth“, McGill University 1984, Catholic University of Nijmegen 1985.

4 „Essentialism, Relativism, Liberalism“, Trinity College, Dublin 1980; þýsk útgáfa „Essentialismus, Relativismus, Liberalismus“, Philosophische Fakultät der Universität Wien 1983.

5 „Wittgenstein’s Paradox“, University of St Andrews 1989.

6 „Die Offensichtlichkeit der Kreativität“, Universität München 1989.

7 „A Creativity of Language“, University of North-Carolina at Chapel Hill 1993.

8 „Anaximander of Miletus“, fyrirlestur í Háskólanum í Osló 1994 og Háskólanum í Stokkhólmi 1997.

9 „Metaphor and Analogy“, Háskólanum í Osló 1994.

10 „The Irrelevance of Meaning“, Háskólanum í Kaupmannahöfn 1995.

11 „Analogy as a Key to Metaphor“, University of Calgary 1995.

12 „Stephan G. Stephansson and the Conditions of Creativity“, Red Deer College, Alberta, 1995.

13 „Metaphor and Creativity“, Filosofisk institut, Háskólanum í Kaupmannahöfn, mars 1997.

14 „Wittgenstein on Reading“, Filosofiska Institutionen, Háskólanum í Stokkhólmi, apríl 1997.

15 „Metaphor, Analogy and Reasons“, Filosofiska Institutionen (Högra seminaret i teoretisk filosofi), Háskólanum í Stokkhólmi, apríl 1997.

16 „Language“, Karolinska Intstitutet, Stokkhólmi, apríl 1997.

Tónsmíðar í opinberum flutningi

Fjögur gömul viðlög. Fyrst flutt 1976.

Vanitas! Vanitatum vanitas! Við ljóð eftir J.W. von Goethe. Fyrst flutt 1981.

Þrír söngvar við sundin blá. Við ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Fyrst flutt 1986.

Svo lifna blómin. Við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Fyrst flutt 1990.

Lynkeus der Türmer singt (Türmerlied). Við ljóð úr Faust eftir J.W. von Goethe. Fyrst flutt 1992.

Önnur störf

1 Stofnandi og forstöðumaður Háskólatónleika 1974–1976.

2 Ritari stjórnar Íslensku óperunnar 1980–1998, formaður sumar og haust 1998.

3 Stjórnarmaður í PEN á Íslandi síðan 1975.

4 Stjórnarmaður í Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands síðan 1980. Formaður síðan 1980.

Verðlaun

1 Phi Beta Kappa 1965.

2 Bókmenntaverðlaun Rithöfundasambandsins 1992.

3 Verðlaun Þýðingarsjóðs 1993 (fyrir ljóðaþýðingar).

4 Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1994.

5 Fálkaorðan 1994.

6 Íslensku bókmenntaverðlaunin 1997 (fyrir Að hugsa á íslenzku).

7 Bókmenntaverðlaun Bókasafnssjóðs höfunda 1998.

Þorsteinn Gylfason – Heimspekileg sjálfsmynd

Ég hef lagt stund á málspeki (einkum merkingarfræði líkinga og kenningar um málsköpun), hug­speki (heimspekilega sálarfræði) og aðra frumspeki, stjórnspeki (einkum réttlætiskenningar) og þar með ögn af siðfræði, svolitla stund á sögu heimspekinnar (einkum Anaxímandros, Descartes, Kant og Wittgenstein) og ofurlitla á fagurfræði tónlistar. Áhugi minn, innan heim­spekinnar sem utan, er fremur óbeizlaður. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa meðal fámennrar þjóðar þar sem dreifing kraftanna sætir ekki miklu ámæli.

Ég var skólaður 1961–1971 í strangri rökgreiningarheimspeki, og tveir af kennurum mínum, W.V.O. Quine á Harvard og Gilbert Ryle í Oxford, reynast hafa haft djúp, varanleg og stundum óvænt áhrif á mig bæði sem heimspeking og rithöfund. En þeir voru ekki einir um hituna því að ég var líka handgenginn Søren Kierkegaard og Martin Heidegger á skólaárunum. Áhugi minn á þeim efldist við það að tilvistarstefna, ættuð úr Parísarborg eftirstríðsáranna, átti hug og hjarta margra félaga minna á Harvard. Loks verð ég að nefna rit Ludwigs Wittgenstein sem mikinn áhrifavald á flest sem ég hef skrifað um heimspeki. Trúlega eru þar áhrifin sem mest munar um.

Síðan þetta var hefur margt breytzt. Ég veit ekki hvort tilvistarstefna telst enn vera lifandi hreyfing í heimspeki, fremur en til dæmis marxismi. Og þótt rökgreiningarheimspeki sé ennþá til hefur hún breytzt á alla lund á síðustu fjörutíu árum, meðal annars í höndunum á Elizabeth Anscombe, Donald Davidson, Saul Kripke, John Rawls, Philippu Foot, Charles Taylor og Richard Rorty sem öll hafa haft mikil áhrif á mig með ritum sínum og í öðrum kynnum. Ég veit varla hvort ég á að teljast rökgreiningarheimspekingur sjálfur, meðal annars vegna þess að ég veit ekki vel hvað orðið „rökgreiningarheimspeki“ merkir árið 2000 eftir allt sem hefur breytzt.

Ég hef sem betur fer breytzt mikið. Fyrstu bækur mínar voru þýðing á Endurtekningu Kierkegaards 1966 og síðan Tilraun um manninn 1970 þar sem ég predikaði „framstefnu“ sem átti að heita útgáfa af pósitívisma tuttugustu aldar. Á síðari árum hef ég haft lítinn áhuga á allsherjar­kenningum af því tæi, en þeim mun meiri áhuga á einstökum ráðgátum, til dæmis um skilning líkinga, skýringar á geðveiki eða samband sannleika og réttlætis. Ef ég teldist vera rökgreiningar­heimspekingur væri það ekki lengur vegna neinna kenninga sem ég deili með öðrum heimspekingum af þeim meiði, heldur vegna þess að þegar ég hef glímt við þessar einstöku gátur mínar hef ég getað sótt langmest af frjóum hugmyndum, tilgátum og rökfærslum til fólks sem er talið vera rökgreiningarheimspekingar.

Ein sannfæring mín hefur ekki breytzt heldur bara styrkzt frá 1970. Ég trúi því að engin heimspeki komist hjá því að taka ýtrasta tillit til náttúruvísindanna í kenningum sínum.

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *