Magnús Jónsson

Magnús Jónsson (1525–1591) sýslumaður, skáld, þýðandi.

Fæddur 1532, sonur Jóns Magnússonar lögréttumanns á Svalbarði. Talinn hafa lært í Þýskalandi á yngri árum. Bjó fyrst að Skriðu í Reykjadal en varð sýslumaður í Þingeyjarþingi 1556–1563, seinna sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og enn seinna Barðastrandarsýslu. Magnús var glæsimenni um háttsemi og klæðaburð og kallaður hinn prúði, en stóð þó jafnan í deildum og jafnvel vopnaviðskiptum. Lést 1591.

Eftir Magnús liggur nokkuð af rímum og öðrum kveðskap, en framlag hans til íslenskrar heimspekisögu felst öðru fremur í þýðingu hans á Díalektík Ortholfs Fuchsbergers (1490–1510) úr þýsku á íslensku en þýðinguni lauk hann árið 1588.

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *