Jón Ólafsson

Jón Ólafsson (1850–1916), ritstjóri, skáld, þýðandi.

Fæddur 20. mars 1850, sonur séra Ólafs Indriaðsonar á Kolfreyjustað og Þorbjargar Jónsdóttur. Stundaði nám í Reykjavíkurskóla 1863–1868. Var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, fór í landkönnunarleiðangur til Alaska 1873–1875, fór aftur til Vesturheims 1890, var ritstjóri Lögbergs og Heimskringlu í Kanada og seinast bókavörður í Chicago. Sinnti ýmsum rit- og ritstjórastörfum í Reykjavík frá 1897, ritstýrði m.a. Þjóðólfi. Lést 11. júlí 1916.

Jón þýddi Frelsið eftir John Stuart Mill á íslensku og gaf það út í Reykjavík árið 1886, en ritaði einnig sjálfur um skyld efni. Þess má geta að hann var tengdafaðir Ágústs H. Bjarnasonar, prófessors í heimspeki.

Nokkur önnur rit: Jafnræði og þekking (1880), Einn lítill pistill um sannleiksást(1882), Sjálfstjórn (1901).

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *