Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Heimasíða: http://www.hi.is/~hannesgi

Netfang: hannesgi@hi.is

Fæddur 19. febrúar 1953

B. A. í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979.

Cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1982.

D. Phil. í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985.

Lektor í sagnfræði 1986.

Lektor í stjórnmálafræði 1988-1991.

Dósent í stjórnmálafræði 1991-1995.

Prófessor í stjórnmálafræði frá 1995.

Gistifræðimaður víða um heim, þ. á m. í Stanford-háskóla í Kaliforníu, Kaliforníuháskóla í Los Angeles, George Mason-háskóla í Virginíu, Fiskveiðaháskólanum í Tókýó og Frjálsa félagsvísindaháskólanum í Róm.

Hayek’s Conservative Liberalism (doktorsritgerð). Garland, New York 1987.

Hvar á maðurinn heima? Fimm þættir í sögu stjórnmálakenninga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1994.

Stjórnmálaheimspeki. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1999.

Fiskar undir steini. Sex ritgerðir í stjórnmálaheimspeki. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2001.

Rækileg ritaskrá er á heimasíðu minni, http://www.hi.is/~hannesgi.

Sá heimspekingur, sem hafði mestu áhrifin á mig ungan, var Karl Popper. Ég las gaumgæfilega rit hans og hreifst af. Ég var (og er) eins og Popper eindreginn stuðningsmaður vísindanna. Mér fannst líka þá svonefnd neikvæð nytjastefna Poppers geðfelld, að ekki skuli stefnt að því að hámarka hamingjuna, heldur lágmarka óhamingjuna, enda hafi menn miklu skýrari hugmyndir um böl en blessun. Ég sé það hins vegar nú, að slík neikvæð nytjastefna er heldur innihaldslítil. Mér gast líka vel að stjórnmálaskoðunum Poppers, sem er frjálshyggjumaður. Líklega urðu kynnin af verki Poppers til þess, að ég ákvað að hefja nám í heimspeki í Háskóla Íslands. Þar samdi mér misjafnlega við kennara mína, en ég lærði margt af þeim. Eftir að ég lauk prófum í Háskóla Íslands, hóf ég nám í stjórnmálafræði í Oxford-háskóla. Það nám er mjög mótað af heimspeki og reyndist mér afar gagnlegt. Ég á aðeins góðar minningar frá Oxford. Þar sökkti ég mér niður í rit Davíðs Humes, og hafði hann ekki minni áhrif á mig en Popper. Ég stend því báðum fótum í hinni engilsaxnesku heimspekihefð. Hume sýndi fram á það, hversu lítið við vitum í raun um veruleikann, en kenning hans var samt sem áður ekki vonarsnauð viska, því að við höfum menningu okkar við að styðjast, hið sjálfsprottna skipulag Vesturlanda. Ég hef í raun aðeins starfað í einni grein heimspekinnar, stjórnmálaheimspekinni. Ég hef þar lært margt af þeim Friðrik von Hayek og Róbert Nozick ekki síður en Hume og Popper. Ég tel mig vera í senn íhaldssaman og frjálslyndan, enda skrifaði ég doktorsritgerð mína um það, að þessar hugmyndir mætti sætta. Ég er íhaldssamur vegna þess, að við þurfum að styðjast við gamlar og grónar venjur, reynsluvit kynslóðanna. Ég er frjálslyndur vegna þess, að frelsið er nauðsynlegt ráð við vanþekkingu okkar: Til þess að komast af og komast áfram þurfum við að nýta okkur þá þekkingu, kunnáttu og vitneskju, sem getur aðeins sprottið upp úr frjálsum samskiptum einstaklinganna, ekki síst úti í atvinnulífinu.

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *