Björn Gunnlaugsson (1788–1876) stærðfræðingur og heimspekingur.
Fæddur 25. maí 1788, sonur Gunnlaugs Magnússonar bónda að Tannastöðum í Hrútafirði og Ólafar Björnsdóttur. Lærði hjá ýmsum prestum og varð stúdent 1808, sigldi til náms við Kaupmannahafnarháskóla 1817 og lagði einkum fyrir sig stærðfræði, varð kennari við Bessastaðaskóla 1822 og síðar Lærða skólann í Reykjavík. Hann varði mörgum sumrum til landmælinga og afrakstur þess starfs var kort hans af Íslandi sem út kom árið 1844. Hann lést 17. mars 1876.
Helsta framlag hans til íslenskrar heimspeki er langt heimspekilegt kvæði, Njóla, sem kom fyrst út árið 1842. Í því gerir hann grein fyrir heimsskoðun sinni og lífssýn. Kvæðið hafði töluverð áhrif á sínum tíma, m.a. á Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi og á Einar Benediktsson.