Hálfdan Einarsson

Hálfdan Einarsson (1732–1785), guðfræðingur, fræðimaður, rektor Hólaskóla.

Fæddur að Prestbakka á Síðu 1732, sonur Einars Hálfdanarsonar og Guðrúnar Sigurðardóttur. Eftir nám í Skálholtsskóla innritaðist hann í Hafnarháskóla 1750, lauk lárviðarprófi 1753 og guðfræðiprófi 1755. Var þá skipaður skólameistari á Hólum. Var sæmdur meistaranafnbót í heimspeki 1763. Gegndi biskupsstarfi 1779 til 1784. Lést 1785.

Hálfdan sinnti heimspekikennslu við Hólaskóla og kenndi m.a. rökfræði, siðfræði og verufræði eftir kennslubókum sem lærisveinar Wolffs höfðu samið.

Hann samdi einnig íslenska bókmenntasögu, Sciagraphia (1777).

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *