Willard V. Quine

Willard Van Orman Quine (1908–2000) var í hópi fremstu rökgreiningarheimspekinga tuttugustu aldar. Bakgrunnur Quines var í rökfræðilegri raunhyggju (e. logical positivism) Vínarhringsins og taldi hann Rudolf Carnap (1891–1970) sinn helsta lærimeistara. Helstu rit Quines eru From a Logical Point of View (1953), Word and Object (1960) og Ontological Relativity and Other Essays(1969).

Í grein Árna Finnssonar „Kenningar um merkingu“ sem hér birtist má finna ágætt yfirlit um heimspeki Quines. Greinin „Tvær kreddur raunhyggjunnar“ í þýðingu Þorsteins Hilmarssonar er úr áðurnefndu höfuðriti Quines From a Logical Point of View. Hér birtist einnig greinin „Um það sem er“ úr sama riti en hún er í þýðingu Árna Finnssonar.

Quine heimsótti Ísland árið 1980 og tók þá Mikael M. Karlsson viðtal við hann sem hér er birt og nefnist „Skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér“. Viðtalið er góður upphafsreitur fyrir þá sem ekki þekkja Quine, sem og inngangurinn að grein Árna Finnssonar.

 

Mikael M. Karlsson:
„Skilningur er eftirsóknarverður í sjálfum sér“
Viðtalið birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. júní 1980.

Willard van Orman Quine:
Um það sem er
Í inngangi fjallar þýðandinn Árni Finnsson um Quine. Greinin birtist fyrst á íslensku í safnritinu Hvað er heimspeki? Tíu greinar á tuttugustu öld.

Willard van Orman Quine:
Tvær kreddur raunhyggjumanna

Árni Finnsson
Kenningar um merkingu
Ofantöldu greinarnar tvær birtust í Hug 1990/1991.

Willard van Orman Quine:
Hvar greinir okkur á?
Greinin birtist í Hug 1995.

 

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *