Gagnrýnin kenning

Ernst Bloch:
Hlutdrægni vísindanna og veraldarinnar sjálfrar
Greinin birtist áður í Tímariti Máls og menningar 1974. Arthúr Björgvin Bollason þýddi.

Max Horkheimer:
Hlutverk heimspekinnar í samfélaginu
Greinin birtist í Skírni 1992. Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson þýddu.

Herbert Marcuse:
Siðfræði og bylting
Fyrirlestur, haldinn við University of Kansas, 1964. Þýðendur eru Arthúr Björgvin Bollason og Friðrik Haukur Hallsson og birtist þýðing þeirra í Tímariti Máls og menningar 1973.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson:
Póststrúktúralismi, marxismi, femínismi: Að valda usla eða leita að höfuðmóthverfu?
Í þessu erindi fjallar Ingólfur Ásgeir Jóhannesson um tengsl póststrúktúralisma, marxisma og femínisma. Fyrst er útskýrður munur hugtakanna póststrúktúralismi og póstmódernismi en aðallega snýst erindið um það hvernig femínistar og aðrir baráttusinnar geta haft gagn af hugmyndum sem kenna má við póststrúktúralisma, einkum þeim hugmyndum sem franski hugmyndasagnfræðingurinn Michel Foucault setti fram. Rætt er um hvernig marxísk leit að höfuðmóthverfu hefur glatað hluta af gildi sínu í fjölmenningarþjóðfélögum nútímans og um hvort vænta megi e.k. „póst-póst-isma“.
Fyrirlestur fluttur á málstefnu Sagnfræðingafélags Íslands Póstmódernismi – hvað nú? þann 13. október 2000, sem haldin var í tengslum við hugvísindaþing 2000. Birtist einnig á Kistunni.

Antonio Gramsci:
Inngangsfræði heimspeki og sögulegrar efnishyggju: Nokkur byrjunaratriði
Við birtum hér hugleiðingu um „praxis-heimspeki“ úr svonefndum Fangelsisritum Antonios Gramsci. Slík heimspeki láti sér ekki nægja að endurspegla brjóstvit eða trúarbrögð manna og reyni heldur ekki að uppgötva nýjan sannleika að hætti „snillinga“. Henni sé þess í stað ætlað að „miðla með gagnrýni sannindum sem þegar hafa verið uppgötvuð, gera þau að félagseign … að andlegum og siðferðilegum hvötum“ þ.e. að „skapa nýja menningu“ og gera „einfaldar sálir … aðnjótandi æðri lífsskilnings“. Að baki henni liggur því val á heimsskilningi sem er fólgið í pólitískri athöfn og hlýtur þ.a.l. oftast að birtast sem „reikningsskil við þann hugsunarhátt sem ríkir“. Það er þó ýmsum vandkvæðum bundið fyrir „praxis-heimspekinga“ að hugsa fyrir fjöldann og ákveðnar hættur sem þarf að varast í þeim efnum. Greinin kom fyrst út í TMM 2/1975. Sigfús Daðason þýddi.

« Til baka

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *