Færslusöfn

Brynjúlfur Jónsson

Brynjúlfur Jónsson (1838–1914) frá Minna-Núpi, fræðimaður og heimspekingur.

Fæddur 26. september 1838 að Minna-Núpi, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu, sonur Jóns bónda Brynjólfssonar og Margrétar Jónsdóttur. Hlaut litla formlega skólagöngu, en stundaði sveitastörf og sjóróðra, uns hann varð að hætta erfiðisvinnu vegna veikinda. Eftir það sinnti hann einkum kennslu- og ritstörfum, fornleifarannsóknum og þjóðsagnasöfnun. Hann lést á Eyrarbakka 16. maí 1914.

Merkasta framlag hans til íslenskrar heimspeki er Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna sem kom út árið 1912 en hafði verið lengi í smíðum. Þar lýsir hann þróun heimspekilegrar glímu sinnar við gátur tilverunnar allt frá æskuárum og setur fram frumspekilega eindakenningu um veruleikann.

Nokkur önnur rit: Skuggsjá og ráðgáta (1875). Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum.

« Til baka