Páll Björnsson

Páll Björnsson (1621–1706), guðfræðingur og fræðimaður, prestur og prófastur í Selárdal.

Fæddur að Saurbæ á Rauðasandi 1621, sonur Björns Magnússonar og Helgu Arngrímsdóttur. Eftir nám í Hólaskóla innritaðist hann í Hafnarháskóla og lauk lárviðarprófi 1644, jafnframt því sem hann fékk lærdómsvottorð sem jafngilti guðfræðiprófi. Vígðist prestur að Selárdal 1675 og hélt það prestakall síðan. Lést 23. október 1706.

Þótt Páll sé nú einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn göldrum og galdramönnum má ekki gleyma mikilsverðu framlagi hans til íslenskrar heimspeki, en það er siðfræðiritið Spegill þolinmæðinnar sem hann lauk 1687 og er að öllum líkindum fyrsta heimspekilega ritið sem vitað er til að frumsamið hafi verið á íslensku.

« Til baka

Related Entries