Færslusöfn

Ágúst H. Bjarnason

Ágúst H. Bjarnason (1875–1952), heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Fæddur 20. ágúst 1875, sonur Hákonar Bjarnasonar, kaupmanns á Bíldudal, og Jóhönnu K. Þorleifsdóttur. Lauk stúdentsprófi í Kaupmannahöfn 1894 og meistaraprófi (mag.art.) í heimspeki frá háskólanum þar 1901. Hlaut fyrstur styrk úr sjóði Hannesar Árnasonar (1901-1904) til náms og rannsókna í heimspeki og lauk doktorsprófi í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla 1911 með ritgerð um franska heimspekinginn Jean-Marie Guyau. Sama ár varð hann fyrsti prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Kennslugrein hans var heimspekileg forspjallsvísindi og gegndi hann því starfi fram til 1945. Hann var rektor háskólans 1918 og 1928 og skólastjóri skólastjóri Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928–1944. Lést í Reykjavík 1952.

Ágúst ritaði fjölda greina og bóka, þ. á m. kennslubækur í heimspekilegum forspjallsvísindum. Kunnasta og áhrifamesta rit hans er Yfirlit yfir sögu mannsandans, sem byggðist á Hannesar Árnasonar fyrirlestrum og kom út í Reykjavík í fimm bindum á árunum 1905–1915, og síðar í endurskoðaðri, en ófullgerðri, útgáfu (Saga mannsandans, 1949–1954). Ritið er mjög í anda pósitívískrar söguskoðunar og vísindahyggju; þar er rakin þróun trúarlegra, heimspekilegra og vísindalegra hugmynda frá fornöld til loka 19. aldar.

Nokkur önnur rit: Almenn rökfræði (1913, 1925), Almenn sálarfræði (1916, 1938),Um tilfinningalífið (1918), Siðfræði (1924–1926), Heimsmynd vísindanna (1931),Vandamál mannlegs lífs (1943–1945).

« Til baka

Arnljótur Ólafsson

Arnljótur Ólafsson (1823–1904) prestur, hagfræðingur og þingmaður.

Fæddur 21. nóvember 1823, sonur Ólafs Björnssonar á Auðólfsstöðum og Margrétar Snæbjarnardóttur. Forsprakki stúdentauppþots í Lærða skólanum í Reykjavík (pereatsins) 1850 og var rekinn úr skóla en fékk að útskrifast 1851 og nam síðar við Kaupmannahafnarháskóla, m.a. hagfræði. Lauk prófi frá Prestaskólanum í Reykjavík 1863 og var lengst af prestur á Sauðanesi og þingmaður.

Hans er minnst í íslenskri heimspekisögu fyrir að hafa fyrstur manna notað orðiðrökfræði á prenti, í samnefndri grein í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags árið 1891. Auk þess ritaði hann og þýddi greinar um siðfræðileg og stjórnspekileg efni.

Önnur rit: Auðfræði, Kaupmannahöfn, 1880

« Til baka