Færslusöfn

Eiríkur Briem

Eiríkur Briem (1846–1929), prestur og stærðfræðingur, kennari við Prestaskólann í Reykjavík.

Fæddur 17. júlí 1846 að Melgraseyri við Ísafjarðardjúp, sonur Eggerts Briem sýslumanns og Ingibjargar Eiríksdóttur. Stúdent 1864, lauk námi frá Prestaskólanum 1867, varð fyrst biskupsritari, en síðar prestur og prófastur í Húnaþingi. Dvaldist í Kaupkmannahöfn við nám 1879–1880 og var frá 1880 kennari við Prestaskólann í Reykjavík og kenndi þar heimspekileg forspjallsvísindi til 1911 er Háskóli Íslands var stofnaður, hlaut þá lausn frá embætti og prófessorsnafnbót. Lést í Reykjavík 27. nóvember 1929.

Eiríkur var vel að sér í heimspeki Herberts Spencers og þýddi rit eftir hann um uppeldisfræði (1884). Sjálfur samdi hann og gaf út kennslubók í rökfræði sem var ætluð til nota í Prestaskólanum, Hugsunarfræði, 1897.

« Til baka