Færslusöfn

Arnljótur Ólafsson

Arnljótur Ólafsson (1823–1904) prestur, hagfræðingur og þingmaður.

Fæddur 21. nóvember 1823, sonur Ólafs Björnssonar á Auðólfsstöðum og Margrétar Snæbjarnardóttur. Forsprakki stúdentauppþots í Lærða skólanum í Reykjavík (pereatsins) 1850 og var rekinn úr skóla en fékk að útskrifast 1851 og nam síðar við Kaupmannahafnarháskóla, m.a. hagfræði. Lauk prófi frá Prestaskólanum í Reykjavík 1863 og var lengst af prestur á Sauðanesi og þingmaður.

Hans er minnst í íslenskri heimspekisögu fyrir að hafa fyrstur manna notað orðiðrökfræði á prenti, í samnefndri grein í Tímariti hins íslenska bókmenntafélags árið 1891. Auk þess ritaði hann og þýddi greinar um siðfræðileg og stjórnspekileg efni.

Önnur rit: Auðfræði, Kaupmannahöfn, 1880

« Til baka