Hannes Finnsson

Hannes Finsson (1739–1796), guðfræðingur, fræðimaður og biskup í Skálholti.

Fæddur í Reykholti 1739, sonur Finns Jónssonar, síðar Skálholtsbiskups og Guðríðar Gísladóttur, innritaðist 16 ára gamall í Hafnarháskóla, tók lárviðarpróf í heimspeki 1757, lokapróf í guðfræði 1763. Stóð til boða prófessorsstaða í stærðfræði við Hafnarháskóla, en vígðist að beiðni föður síns 1776 til kirkjuprests í Skálholti og 1777 til biskups, tók þó ekki við embættinu fyrr en 1785. Lést í Skálholti 1796.

Hannes var undir miklum áhrifum frá heimspeki upplýsingarinnar, einkum Wolffs, og kenndi ýmsar greinar heimspekinnar við Skálholtsskóla út frá kennslubókum sem lærisveinar Wolffs höfðu samið.

Nokkur önnur rit: Um mannfækkun af hallærumGaman og alvara.

« Til baka

Related Entries