Skúli Þórðarson Thorlacius

Skúli Þórðarson Thorlacius (1741–1815), fornfræðingur, heimspekingur og rektor.

Fæddur að Teigi í Fljótshlíð 10. apríl 1741 sonur Þórðar Thorlacius og Kristínar Sigurðardóttur. Varð stúdent 1758 og hélt til Kaupmannahafnar sama ár, lauk lárviðarprófi í heimspeki 1761 og guðfræðiprófi 1765, hlaut meistaranafnbót í heimspeki 1768. Varð rektor latínuskólans í Kolding 1769 og rektor frúarskóla í Kaupmannahöfn, helsta latínuskóla Danmerkur, 1777. Lést í Kaupmannahöfn 1815.

Vegna annasams og glæsilegs starfsferils liggur ekki mikið eftir Skúla heimspekilegs eðlis, en þrjár ritgerðir frá námsárum hans eru þó prentaðar:Dissertatio philosophica de infinitudo (1762), Dissertatio metaphysica de mundo(1766) og De animae per mortem cataracta seu mutationubus status animae per mortem (1767). Ritgerðirnar eru undir áhrifum frá heimspeki Christians Wolffs.

Sjá: Henry Alexander Henrysson: Frumspeki og óendanleiki í verkum Skúla Thorlaciusar (1999).

« Til baka

Related Entries