Páll B. Vídalín

Páll Bjarnason Vídalín (1728–1759), heimspekinemi.

Fæddur 1728, sonur Bjarna Halldórssonar sýslumanns og Hólmfríðar Pálsdóttur. Lærði í heimaskóla og hélt til Kaupmannahafnar 1743, tók lárviðarpróf í heimspeki 1745, fór til Leipzig 1749 og lagði þar stund á ýmsar fræðigreinar, einkum heimspeki, með styrk úr konungssjóði. Lést í Leipzig 1759.

Páll þótti frábærlega vel gefinn og er framlag hans til íslenskrar heimspeki þrjár ritgerðir sem hann lét prenta eftir sig í Kaupmannahöfn: De methodo mathematico-philosophica (1745), Num philosophia facultatis inferioris nomine recte possit appellari(1747) og De voluptatibus innocuis et licitis (1748).

« Til baka

Related Entries