- Heimspekivefurinn - https://heimspeki.hi.is -

Samræður Bryans Magee við þekkta heimspekinga

Veturinn 1978 sjónvarpaði BBC samræðum Bryans Magee við þekkta heimspekinga. Þær komu út í bókarformi sama ár undir heitinu Men of Ideas með undirtitlinum Some Creators of Contemporary Philosophy. Árið 1970–71 hafði verið útvarpað þrettán samræðum sem Bryan Magee átti við breska heimspekinga. Út úr þeim samræðum kom bókin Modern British Philosophy.

Ekki lét Magee þar við sitja í kynningu sinni á heimspeki því veturinn 1987 sjónvarpaði BBC fimmtán samræðum – með jafnmörgum viðmælendum Magees – sem birtust á prenti sama ár. Sú bók heitir The Great Philosophers: An Introduction to Western Philosophy. Kom hún út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 2002 í þýðingu Gunnars Ragnarssonar undir heitinu Miklir heimspekingar – inngangur að vestrænni heimspeki [1].

Í Men of Ideas eru margar áhugaverðar samræður og má sérstaklega nefna samræðurnar við bandaríska heimspekinginn William Barrett: ‘Heidegger and Modern Existentialism’, ensku heimspekingana Anthony Quinton: ‘The Two Philosophies of Wittgenstein’, Bernard Williams: ‘The Spell of Linguistic Philosophy’ og Iris Murdoch: ‘Philosophy and Literature’. Sú síðastnefnda birtist nú hér á vefnum, ásamt samræðu við Isaiah Berlin.

Gunnar Ragnarsson, fyrrv. skólastjóri Grunnskólans í Bolungarvík, hefur þýtt þessar samræður og veitt Heimspekivefnum góðfúslegt leyfi tl að birta nokkrar þeirra. Gunnar lærði heimspeki í Edinborgarháskóla og hefur m.a. þýtt Lærdómsritin Samræður um trúarbrögðin og Nytjastefnan.

 

Bryan Magee:
Heimspeki og bókmenntir. Bryan Magee og Iris Murdoch ræða saman
Samræðan birtist upphaflega í Men of Ideas.
Gunnar Ragnarsson þýddi.

Bryan Magee:
Inngangur að heimspeki. Bryan Magee og Isaiah Berlin ræða saman
Samræðan birtist upphaflega í Men of Ideas. Gunnar Ragnarsson þýddi.

Bryan Magee:
Samtal við Karl Popper. Karl Popper og Bryan Magee ræðast við
Samræðan birtist upphaflega í Modern British Philosophy. Gunnar Ragnarsson þýddi. Fleiri greinar og upplýsingar tengdar Popper má finna hér [2] á Heimspekivefnum.

Bryan Magee:
Fyrri og seinni heimspeki Wittgensteins. Bryan Magee og Anthony Quinton ræðast við
Samræðan birtist upphaflega í Men of Ideas. Gunnar Ragnarsson þýddi.

Bryan Magee:
Töfrar málspekinnar. Bernard Williams og Bryan Magee ræðast við
Samræðan birtist upphaflega í Men of Ideas. Gunnar Ragnarsson þýddi.

« Til baka