- Heimspekivefurinn - https://heimspeki.hi.is -

Donald Davidson

Í tilefni af heimsókn Donalds Davidsons til Íslands í nóvember 2002 birti Heimspekivefurinn þýðingu Geirs Þórarinssonar á grein Davidsons „Fásinnan að reyna að skilgreina sannleikann“ sem og yfirlitsgrein eftir Þorstein Gylfason [1] þar sem hugmyndir þessa merka heimspekings eru reifaðar og ævi hans rakin. Donald Davidson, sem fæddist árið 1917, lést árið 2003.

Donald Davidson:
Fásinnan að reyna að skilgreina sannleikann [2]
Greinin birtist fyrst í Journal of Philosophy, 93 (6) (1996) 263–278, en er endurprentuð hjá Simon Blackburn og Keith Simmons (ritstj.), Truth (Oxford: Oxford University Press, 1999) og verður einnig að finna í væntanlegu greinasafni Davidsons, Truth, Language and History. Geir Þórarinsson heimspekinemi þýddi.

Þorsteinn Gylfason:
Donald Davidson [3]
Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 3. nóvember 2002.

« Til baka